Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 63

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 63
HULDA SKÁLDKONA 41 haldið áfram frásögninni um heimil- in tvö, sem teljast mega miðstöðvar menningar í sveitinni, höfuðbólið Klausturdal og prestsetrið Hvamm, en húsráðendur á þeim bæjum, Sveinbjörn Stefánsson og ísól Árdal og séra Stefán Þorláksson koma sem fyrri manna mest við sögu, þó að sögupersónurnar séu eins og áður miklu fleiri, margskonar fólk á öll- um aldri. Sveitalífið er þó um margt harla breytt frá því, sem áður var. Ný öld er runnin upp, öld akvega, rafljósa og bifreiða, véla- og tækni. En í þessari lýsingu Huldu, þó að árekstrinum milli hins gamla og nýja sé lýst að eigi litlu leyti, dafnar hin nýja menning í skjóli hinnar fornu sveitamenningar, rétt eins og nýju bæjarhúsin rísa á rústum hinna eldri. Inn í lýsinguna á hinu breytta sveitalífi fléttast svo margþætt frá- sögn um örlög þeirra manna og hvenna, sem þar lifa lífi sínu, og sú frásögn er næsta fjölskrúðug og uiannlýsingarnar löngum gerðar með þeirri samúð, sem skáldkonunni er eiginleg. En eins og Huldu er tamast að ieita hins göfugasta og besta í fari uaanna, skoðar hún íslenskt sveitalíf gegnum sama sjónarglerið, og bregð- Ur upp myndum af þeirri fegurð og Inenningarauðlegð, sem það hefir hesta að bjóða. Með þessu er hún ekki að draga fjöður yfir það, sem naiður fer, heldur aðeins að reynast trú sjálfri sér, lýsa því, sem finnur sterkast bergmál í brjósti hennar. Állur sori og saurugleiki eru sál hennar eins fjarskyldir og myrkrið er ljósinu. Má í því sambandi aftur vitna til orða Einars Benediktssonar í kvæðinu til hennar: Þig hryllir við fegurð, sem hjúpar hvað spilt er, þú hatar þann kraft, sem vinnur hvað ilt er, og finnur, að kærleikans eðli inst er ást til þess góða, hve lágt sem finst. En þó segja megi, að aðdáun Huldu á sveitalífinu — rómantík hennar — geri henni stundum of- bjart í augum, mun mega finna lýs- ingum hennar stað í reynslunni og ósjaldan í minningunní; á því þessi skáldsagnabálkur hennar menningar- sögulegt gildi. Þjóðlegur blær, sem altaf hefir verið eitt af höfuðeinkennum Huldu, er hvarvetna yfir frásögninni í þess- ari skáldsögu. Mál hennar er mjúkt og hreint, “heilbrigt og laust við hið skrúfaða prjál”. Þó mætti frásögnin á köflum gjarnan vera orðfærri og samanþjappaðri, það myndi auka á áhrifagildi hennar. Eigi hefir skáld- konunni heldur tekist, að flétta hina mörgu þræði frásagnarinnar í eins fasta og samræma heild og æskilegt væri. Annars verður þessi skáldsaga hvað minnisstæðust fyrir hina miklu fegurð, sem hún hefir að geyma, fegurð, sem klædd er í hæfan bún- ing óvenjulega ljóðræns stíls í ó- bundnu máli.l) 1) Seinni hluti annars bindis þessar- ar skáldsögu hefir að einkunnarorðum fyrir fyrst kaflanum “Þótt þú langförull legðir” og er þar vikið með hinum hlýjustu orðum að heimför Vestur-ls- lendinga í sambandi við Alþingishátíð- ina. En löngu áður og við mörg tæki- færi hafði það komið fram, hvernig skáldkonunni liggur hugur til íslend- inga í Vesturheimi; skáldum þeirra, er heimsótt hafa ættjörðina, hefir hún fagnað með fögrum ljóðum. í sama anda er kvæði hennar “Landnámskon- an”, tileinkað íslenskum landnámskon- um vestan hafs, er birtist í þessu tíma- riti 1933. Fagurt og sæmandi hinu látna skáldi er einnig erfiljóð hennar um Stephan G. Stephansson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.