Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 91

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 91
FIMM ALDA AFMÆLI PRENTLISTARINNAR 69 1282 blaðsíður að stærð, og stóð prentun hennar víst yfir svo árum skifti. Að vísu sést hvergi á bók- inni, hver hafi prentað hana né hvenær, eins og áður er á vikið, en önnur gögn, nokkurn veginn óyggj- andi, eru fyrir hendi því til staðfest- ingar, að prentuninni var lokið ekki síðar en 1455. Þetta mundi vera talið seinlátt verk nú á dögum, en þrátt fyrir það er sagt, að verð á bókum hafi lækkað um níu tíundu hluta verðs skrifaðra bóka. Seinna var pressan endurbætt á þann hátt að fjaðurmagnaðir stál- gormar lyftu farginu af letrinu í stað skrúfunnar. Seint á 18. öld var fyrst smíðuð pressa, öll úr járni og stáli. Var þá auðveldara að prenta margar blaðsíður í einu, eða heila blið á stórum pappírsörkum í senn. f fyrstu var reynt að halda þessari uPPgötvun leyndri, eins og tíðkaðist um flesta nýa hluti, því þá voru engin lög til um einkaréttindi til verndunar þeim, sem eitthvað nýtt höfðu á prjónum. En þá kom fyrir sá atburður sögunnar, sem breytti því öllu. Um þær mundir hófst hið svo- uefnda Biskupastríð, sem lá í því, bver af kirkjunnar mönnum þar ætti að fara með völdin. Vann Adolph erkibiskup það stríð og lagði Mainz borg undir sig miskunarlaust. Hann Var af aðalsfólki kominn og fór auk þess með völd kaþólsku kirkjunnar. lönaðar og handverksmönnum skaut skelk í bringu og flúðu borgina. ^etta skeði árið 1462, og tvístruðust þá prentnemar og samverkamenn þeirra Fust, Schöffers og Gutenbergs Um allar jarðir. Sannar það þessa Sugu ekki síst, að fyrstu prentarar víðsvegar um Evrópu bera allir þýsk nöfn. Breiddist nú prentlistin út um öll lönd Norðurálfunnar eins og eldur í sinu. Er það því undraverð- ara, þegar þess er gætt, að þá voru enn engar verksmiðjur til, sem bjuggu til pressur, letur eða önnur prentáhöld. Er svo talið, að á næstu 39 árum eða fram yfir aldamótin 1500, hafi verið prentaðar um 40 þús- und bækur af ýmsu tæi í nálægum löndum. Menn vita með vissu, að fyrstu prentsmiðjurnar voru komn- ar til ítalíu 1465, Sviss 1468, Frakk- lands 1469, Hollands og Belgíu 1473, Englands 1477, Spánar og Portúgal 1478- 9, Danmerkur og Svíþjóðar 1482-3 o. s. frv. Um aldamótin munu prentsmiðjur hafa verið komnar á fót í flestum löndum álfunnar. í Málmey í Danmörku segir Fitjaannáll, að fyrst hafi verið prentaðir danskir sálmar árið 1528. Og í Hróarskeldu var prentuð fyrsta íslenska bókin árið 1540—Nýjatestamentis þýðing Odds Gottskálkssonar, sú er hann þýddi í fjósloftinu í Skálholti. Er það merkilegt atriði í bókmentasögu fslendinga — ekki síst fyrir það, að þá hafði prentsmiðja staðið á íslandi að minsta kosti í 10 ár, samkvæmt frásögn Harboe hins danska, eða jafnvel lengur, ef nokkuð má marka þessa latnesku setningu Jóns Ólafs- son Grunnvíkings: “, , , , sed in Is- landia anno 1523, auspiciis episcopi Johannis Aræ filii,” o. s. frv. Þó rit- eða prentvilla kunni að vera í ártalinu sjálfu, þá er hér skýlaust sagt að prentsmiðjan hafi verið stofnuð að tilhlutan Jóns biskups Arasonar, sem varð biskup það ár, en vígðist þó ekki fyr en haustið 1524.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.