Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 46
24
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
reglu væri ekki brugðið. Þær fáu
aðfinslur, sem fram komu, út af því,
að reglunni væri ekki stranglega
fylgt, voru á litlum eða engum rök-
um bygðar. Slíkt getur líka altaf
verið álitamál, og vitanlega er fátt
hægt að segja um sögu Vestur-ís-
lendinga svo að það snerti ekki
kirkjumál þeirra. Það, sem mest er
um vert, er, að það sé sögulega rétt
og varpi einhverju ljósi á hugsanir
manna og félagsleg störf í sambandi
við þær, hver sem þau hafa verið.
Ritgerð hans sjálfs um félagssam-
tökin, sem oft hefir verið vitnað til
hér að framan, er alveg laus við
hlutdrægni og er sú lang-réttasta og
fullkomnasta lýsing á félagsstörfum
Vestur-íslendinga, sem enn hefir
verið samin.
Það væri naumast viðeigandi að
Ijúka við þennan kafla um ritstörf
séra Rögnvalds, án þess að minnast
með nokkrum orðum á það, hverja
rithöfunda hann mat mest, eftir því
sem það kom í ljós í viðtali og í til-
vitnunum hans sjálfs í verk þeirra.
Af íslenskum skáldum og rithöf-
undum, þegar forn-bókmentunum er
slept, dáðist hann mest að þeim,
sem annaðhvort leituðu til baka til
fyrri tíma að yrkisefnum, eða höfðu
það, sem kalla mætti fremur róttæk-
ar skoðanir í trúmálum. Hann hafði
miklar mætur á Grími Thomsen sem
skáldi, bæði vegna þess, hve ramm-
íslenskur hann var, og eins vegna
hinnar djúpu speki, sem skín eins
og gull í grjóti í hinum stirðlega
kveðna skáldskap hans. Þorsteinn
Erlingsson var annað uppáhaldsskáld
hans, bæði vegna ljóðsnildarinnar og
árása hans á úreltar kreddur, og lík-
lega ekki hvað minst sökum hinnar
miklu mannúðar, sem andar í gegn-
um svo mikið af skáldskap hans.
Hann hafði einnig mjög miklar
mætur á Hannesi Hafstein og dáðist
að glæsimensku hans og atgerfi, sem
eins og speglaðist í ljóðum hans.
Hann tók mikið málstað Hannesar,
þegar fslendingar snérust mest á
móti stjórnmálastefnu hans. Þessi
þrjú ljóðskáld íslensk og svo Stephan
G. Stephansson hygg eg, að honum
hafi verið kærust. Af íslenskum
skáldsagnahöfundum mun hann hafa
metið mest þá Gest Pálsson, Jón
Trausta og Einar Kvaran. Aftur á
móti held eg, að hann hafi ekki haft
neitt sérlega mikið álit á hinum
yngstu íslensku skáldsagnahöfund-
um, sem meðfram kann að hafa staf-
að af því, að hann var ekki fljótur
til að telja nýjar stefnur yfirleitt
góðar og gildar, nema að hann væri
viss um, að þær hefðu mikið til síns
ágætis. í útlendum nútímabókment-
um fanst honum eflaust mest koma
til hinna miklu skandinavisku höf-
unda, Björnstjerne Björnson, Henrik
Ibsen og Selmu Lagerlöf. Yfir höfuð
fanst honum meira til um Norður-
landa bókmentir heldur en t. d. ensk-
ar. Ný-Englands skáldin amerísku,
sem uppi voru á 19. öldinni, Long-
fellow, Lowell, Bryant og fleiri mat
hann eflaust mikils; enda heyrðu
þeir til blómaöld bókmentanna í
Bandaríkjunum. Þess má geta hér,
að hann þýddi eitt af leikritum belg-
iska leikritaskáldsins Maurice Maet-
erlincks, og var það prentað í Heimi,
en ekki er mér kunnugt um, hvort
hann hafði nokkurt sérstakt uppá-
hald á honum. Það var eðlilegt,
jafn mikið og hann dáðist að and-
íegu atgerfi norrænna þjóða, að