Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 81
BESSI
59
“Eg kann þar altaf betur og betur
við mig,” sagði Bessi. “Herra Har-
rigan er mér sérlega góður, og eg er
farinn að skilja sumt af því, sem
hann segir við mig. Hann hefir kent
mér að fara með skógar-öxi, leggja
aktýgi við hestinn, mjólka kýrnar
og gera ýmislegt, sem eg kunni ekki
áður. Einu sinni fór eg með honum
á bát út í eyju, sem er langt úti á
firðinum. Hann sagði þá, að hann
sæi að eg kynni vel að tala í ár. Og
á heimleiðinni settum við upp segl.
^á settist eg við stýrið, og þótti
herra Harrigan að eg hafa góða
stjórn á bátnum. Og skemtilegastar
þykja mér þær stundir, sem hann er
með mér við vinnuna.”
“En honum þykir þú fara alt of
snemma á fætur á morgnana,” sagði
Jón; “hann vaknar, þegar þú ferð á
flakk, og hann bað mig að segja þér
frá því.”
“Já, það er satt,” sagði Bessi og
hrosti, “eg fer á stundum nokkuð
tímanlega á fætur, vegna þess að eg
£et ekki sofið vel, og leiðist að
hggja vakandi í rúminu. Það er all-
roikil heimþrá í mér með köflum, og
eg hefi haft andvökur af henni. En
hún hverfur úr huga mér undir eins
°S eg fer að vinna. Eg er viss um
aÖ herra Harrigan gefur mér það
ekki að sök, þó að eg sé árvakur.”
Að því mæltu kvaddi Bessi okk-
Ur og hélt af stað heim til sín.
Næsta laugardagskvöld kom Har-
rigan til okkar, þegar við vorum að
standa upp frá borðum, og það leyndi
Ser ekki, að hann var nú í fremur
Þurigu skapi. Hann settist við stóna,
tók reykjarpípu úr vasa sínum, setti
tóbak í hana, kveikti í, og fór að
reykja.
“Nú hefirðu fréttir að segja okk-
ur,” sagði Jón.
“Eg kem nú bara til að láta ykkur
vita, að eg er í þann veginn að reka
piltinn úr vistinni, því að hann er
að verða mér ofjarl, og hefir raunar
altaf verið það, síðan fyrst að hann
kom til mín. Og það var eingöngu
fyrir þrábeiðni frænda míns, verk-
stjórans ykkar, að eg lét nokkurn-
tíma tilleiðast að ráða hann til mín
sem vinnumann.”
“Er hann nú farinn að slá slöku
við?” spurði Jón.
“Langt frá því,” sagði Harrigan
og saug pípuna fast; hann er altaf
ólmur að vinna, og er í alla staði
mjög trúverðugur þjónn.”
“Er hann enn ekki búinn að læra
að fara með skógar-öxi?”
“Jú, hann er búinn að læra það, og
hann er efni í duglegan skógarhöggs-
mann,” sagði Harrigan.
“Hefir hann lært að mjólka kýrn-
ar?”
“Hann var ekki lengi að læra
það,” sagði Harrigan; “og hann rek-
ur kýrnar í haga á morgnana og
sækir þær í tæka tíð á kvöldin. Hann
er líka vikaliðugur inni í húsinu
og í kringum það, ber út ösku úr
stónni, sækir alt vatn í brunninn,
heggur allan eldivið og flytur hann
heim, og ótal margt fleira gerir hann
með mikilli ástundun og trúmensku.”
“En gefur hann kannske hestinum
ennþá of mikinn skamt af Maís-
mjöli?”
“Hann fer vel með hestinn,” sagði
Harrigan, “og er hættur að gefa hon-
um of mikið.”
“En fer hann ekki ennþá of
snemma á fætur?”