Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 81

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 81
BESSI 59 “Eg kann þar altaf betur og betur við mig,” sagði Bessi. “Herra Har- rigan er mér sérlega góður, og eg er farinn að skilja sumt af því, sem hann segir við mig. Hann hefir kent mér að fara með skógar-öxi, leggja aktýgi við hestinn, mjólka kýrnar og gera ýmislegt, sem eg kunni ekki áður. Einu sinni fór eg með honum á bát út í eyju, sem er langt úti á firðinum. Hann sagði þá, að hann sæi að eg kynni vel að tala í ár. Og á heimleiðinni settum við upp segl. ^á settist eg við stýrið, og þótti herra Harrigan að eg hafa góða stjórn á bátnum. Og skemtilegastar þykja mér þær stundir, sem hann er með mér við vinnuna.” “En honum þykir þú fara alt of snemma á fætur á morgnana,” sagði Jón; “hann vaknar, þegar þú ferð á flakk, og hann bað mig að segja þér frá því.” “Já, það er satt,” sagði Bessi og hrosti, “eg fer á stundum nokkuð tímanlega á fætur, vegna þess að eg £et ekki sofið vel, og leiðist að hggja vakandi í rúminu. Það er all- roikil heimþrá í mér með köflum, og eg hefi haft andvökur af henni. En hún hverfur úr huga mér undir eins °S eg fer að vinna. Eg er viss um aÖ herra Harrigan gefur mér það ekki að sök, þó að eg sé árvakur.” Að því mæltu kvaddi Bessi okk- Ur og hélt af stað heim til sín. Næsta laugardagskvöld kom Har- rigan til okkar, þegar við vorum að standa upp frá borðum, og það leyndi Ser ekki, að hann var nú í fremur Þurigu skapi. Hann settist við stóna, tók reykjarpípu úr vasa sínum, setti tóbak í hana, kveikti í, og fór að reykja. “Nú hefirðu fréttir að segja okk- ur,” sagði Jón. “Eg kem nú bara til að láta ykkur vita, að eg er í þann veginn að reka piltinn úr vistinni, því að hann er að verða mér ofjarl, og hefir raunar altaf verið það, síðan fyrst að hann kom til mín. Og það var eingöngu fyrir þrábeiðni frænda míns, verk- stjórans ykkar, að eg lét nokkurn- tíma tilleiðast að ráða hann til mín sem vinnumann.” “Er hann nú farinn að slá slöku við?” spurði Jón. “Langt frá því,” sagði Harrigan og saug pípuna fast; hann er altaf ólmur að vinna, og er í alla staði mjög trúverðugur þjónn.” “Er hann enn ekki búinn að læra að fara með skógar-öxi?” “Jú, hann er búinn að læra það, og hann er efni í duglegan skógarhöggs- mann,” sagði Harrigan. “Hefir hann lært að mjólka kýrn- ar?” “Hann var ekki lengi að læra það,” sagði Harrigan; “og hann rek- ur kýrnar í haga á morgnana og sækir þær í tæka tíð á kvöldin. Hann er líka vikaliðugur inni í húsinu og í kringum það, ber út ösku úr stónni, sækir alt vatn í brunninn, heggur allan eldivið og flytur hann heim, og ótal margt fleira gerir hann með mikilli ástundun og trúmensku.” “En gefur hann kannske hestinum ennþá of mikinn skamt af Maís- mjöli?” “Hann fer vel með hestinn,” sagði Harrigan, “og er hættur að gefa hon- um of mikið.” “En fer hann ekki ennþá of snemma á fætur?”
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168
Side 169
Side 170
Side 171
Side 172
Side 173
Side 174
Side 175
Side 176
Side 177
Side 178
Side 179
Side 180
Side 181
Side 182
Side 183
Side 184
Side 185
Side 186
Side 187
Side 188
Side 189
Side 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.