Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 131
ÞINGTÍÐINDI
Islandi til aukinnar samvinnu við oss
íslendinga í landi hér, ætti að vera oss
hvatning til meiri samheldni í þjóð-
ræknismálum og öflugri starfsemi á þvi
sviði. Um þau mál sæmir öllum góðum
Islendingum að fylkja sér, minnugir
þess, að menningarlega talað hefir oss
verði trúað fyrir miklu og erum vér
Wenn að minni, ef vér látum arfleifð
v°ra ganga oss úr greipum vegna van-
raakslu og samtakaleysis. “Landnema-
Ijóð” frú Jakobinu Johnson eru til vor
töluð
“Móðir Ara og Egils
eldinn bað þá geyma
sagna og ljóða-listir; —
láta frá sér streyma
áhuga og orku; —
andlegt landnám vigja
eldi erfða sinna
óðalinu nýja.”
Að svo mæltu þakka eg meðnefndar-
mönnum mínum fyrir samvinnuna á
arinu og býð yður öll hjartanlega vel-
homin á þing þetta; vona eg, að oss
Verði samvistirnar ánægjulegar og þing-
störfin félagi voru til heilla, og sjálfum
°ss og þjóð vorri til sæmdar.
Richard Beck
Að loknu ávarpi forsetans var honum
v°ttað þakklæti með lófataki.
var tekin fyrir kosning kjörbréfa-
nefndar, og gerði Ásmundur P. Jóhanns-
tillögu, er Sigurður Sölvason studdi,
forseta sé falið að skipa 3ja manna
^Jorbréfanefnd. Var tillagan samþykt
S i nefndina skipaðir séra Guðmundur
rnason, séra Valdemar J. Eylands og
Guðmann Levy.
a tá fyrir kosning dagskrárnefnd-
^ára Jakob Jónsson lagði til og
s^.m; Jóhannsson studdi, að forseti
Vorm ^r]á menn í Þá nefnd. Skipaðir
Séra Jakob Jónsson
Ásm. P. Jóhannsson
Sophonías Thorkelsson
Ic^andeF kveð]a frá “The Youn&
109
Ste. 8, Pandora Apts.,
Winnipeg, Man.,
Feb. 19, 1940
The Ieelandic National League,
Winnipeg, Man.
Dear Sirs:
On behalf of the Executive and mem-
bers of the “Young Icelanders”, I wish
to extend to you, on this the opening
day of your Convention, our best wishes
for very successful meetings.
We wish to thank the Senior body
for their cooperation in the past and
hope that our pleasant relations may
continue in the future.
May success crown all your endea-
vours.
Sincerely,
Lára B. Sigurdson,
President,
“Young Icelanders”
Þessu næst las féhirðir, Árni Eggerts-
son, fjárhagsskýrsluna. Var hún lögð
fram í prentuðu formi eins og að und-
anförnu; ásamt skýrslu fjármálaritara,
skjalavarðar og ráðsmanns Baldursbrár.
Guðmann Levy las þá skýrslu fjármála-
ritara ásamt stuttum munnlegum skýr-
ingum. Þá las skjalavörður, S. W. Mel-
sted, sinn hluta hinnar prentuðu skýrslu
og skýrði hana munnlega. Að endingu
las Mrs. B. E. Johnson skýrslu Baldurs-
brár fyrir hönd ráðsmanns blaðsins.
Arnljótur B. Olson gerði tillögu um,
að visa þessum skýrslum til væntan-
legrar fjármálanefndar. Tillöguna studdi
Ásm. P. Jóhannsson og var hún sam-
þykt.
Reikningur féhirðis
yfir tekjur og gjöld Þjóðræknisfélags
íslendinga i Vesturheimi frá 15.
febr. 1939 til 15. febr. 1940
TEKJUR:
15. febr. 1939:
Á Landsbanka íslands .......$ 1.80
Á Royal Bank of Canada...... 1,675.98
Á Can. Bank of Commerce..... 1,860.57
Frá fjármálaritara.......... 405.02
Gjafir í Rithöfundasjóð ...... 7.50
Ferðakostn. endurborgaður.... 15.00