Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Síða 78

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Síða 78
56 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Allir íslensku námupiltarnir tóku Bessa mjög vel, rétt eins og hann væri bróðir þeirra, og sögðu hann marg-velkominn í hús þeirra. Og Jón sagðist skyldi gjöra alt, sem sér væri mögulegt, til þess að útvega honum einhverja atvinnu þar í bæn- um. Um kvöldið var Bessi glaður og skrafhreifinn. Hann sagði piltun- um fréttir frá fslandi; þótti þeim hann vera fróður um margt og segja vel og skilmerkilega frá. Og hann var í húsinu hjá okkur um nóttina. Morguninn eftir, þegar piltar fóru til vinnu sinnar, fór Bessi með þeim. Jón talaði máli hans við verkstjór- ann og spurði hann, hvort hann gæti ekki fengið þessum unga manni eitt- hvert létt verk að vinna. En verk- stjórinn sagðist ekki hafa neitt verk til handa honum þá í svipinn, því að nú væru fleiri menn í námunni en þörf væri á. Bráðum myndi þar samt verða meira til að gjöra, og þá skyldi hann veita piltinum atvinriu, ef hann vildi. “En eg skal segja þér nokkuð,” sagði verkstjórinn við Jón; “eg er viss um að hann Harrigan, frændi minn, yrði glaður, ef hann fengi þenna unga mann til að fara til sín í haust. Hann á dálitla landspildu kippkorn hérna fyrir vestan þorpið, og hann þarf að láta hreinsa þann blett, því að hann ætlar að gjöra úr honum akur og sá í hann höfrum og bókhveiti að vori. En landið er grýtt og víða vaxið kjarr-skógi. Og er þar nóg til að gjöra. Frændi minn er maður latur og værugjarn og vinnur aldrei neitt á landi sínu, nema að einhver duglegur maður sé með honum. Eg skal nú tala við hann í dag og vita hvort hann vill ekki ráða piltinn til sín.” Jóni leitst vel á þetta, því að hann var Harrigan ofurlítið kunnugur, og sagði að Bessi mundi taka þessu boði með þökkum. En við sáum það á Bessa, að honum þótti fyrir því, að geta ekki fengið vinnu í gullnám- unni. Tveimur dögum síðar kom Har- rigan á tvíhjólaðri kerru, sem jarpur hestur gekk fyrir, til þess að sækja Bessa. Harrigan var mikill maður vexti og vænn sýnum, með hrafnsvart hár og stór, dökk augu. Hann leit út fyrir að vera rúmlega þrítugur að aldri, var stillilegur og prúðmann- legur í framkomu og lágraddaður og seinmæltur. Það voru um tvær míl- ur enskar frá námubænum og að húsi hans, sem stóð undir háum hól nálægt sjónum. Og þar allnærri var löng bryggja og stórt naust. Land- spilda sú, er Harrigan átti, náði alla leið frá sjó og upp á hólinn, og var um hálf míla á lengd og fjórði hluti úr mílu á breidd. Harrigan var á þeirri skoðun, að á þessu svæði væri gull í jörðu, einkum í hólnum, og var hann búinn að grafa þar gryfjur alldjúpar á nokkrum stöðum, en fann þar þó aldrei neinn málm. Menn kölluðu hann: Harrigan, the pro- spector, þegar þeir töluðu um hann á bak. Hann fékk besta orð, og öll- um var hlýtt til hans, sem komust í kynni við hann; en hann þótti samt nokkuð sérvitur og einrænn á stund- um. Hann var af írskum ættum, en konan hans var skotsk. Þau áttu son (fallegan og elskulegan dreng), sem var fimm eða sex ára gamall, þegar
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176
Síða 177
Síða 178
Síða 179
Síða 180
Síða 181
Síða 182
Síða 183
Síða 184
Síða 185
Síða 186
Síða 187
Síða 188
Síða 189
Síða 190

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.