Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 95
FIMM ALDA AFMÆLI PRENTLISTARINNAR
73
lagðar þversum hinar fyrstu. Síðan
var límhvoðu helt yfir og örkin svo
pressuð undir þungu fargi, og að
lokum þurkuð. Hafa fundist mestu
kynstur af þessu bæði í vafningum
og flötum blöðum. Grikkir þektu
hann og notuðu fram eftir öldum, og
mun hið mikla Alexandríu bókasafn,
sem brann, hafa átt mesta aragrúa
papyrus handrita. Hinir fornu ítalir
þektu hann einnig. Bera þess merki
Papyrus vafningar og fellingar, sem
fundist hafa við uppgröft Herculan-
eaum þorpsins, sem grófst undir
ösku og hrauni ásamt Pompeii-borg í
eldgosinu mikla úr Vesuvíus árið
79 e. Kr.
Þannig fluttist nafnið yfir á hinn
eiginlega pappír, sem vér þekkjum,
þegar aðferðin við tilbúning hans
kom að austan. En þegar prentun
byrjaði, var pappírsiðnaðurinn kom-
inn vel á veg í Norðurálfunni. Skinn
var samt mikið brúkað, einkum í
guðsorða bækur, því kirkjunnar
menn höfðu ímugust á pappír —
niest fyrir það, að hann hafði verið
innleiddur af Gyðingum og Mo-
hamedstrúarmönnum. En nauðsyn
braut þó brátt allar venjur, því
reynslan sýndi að pappír var hægt
að framleiða ódýrari en skinn, og
meira af honum.
í fyrstu var pappír eingöngu bú-
mn til úr tuskum og druslum, helst
Ur líni, og auðvitað með höndunum
eingöngu. Besti pappír, sem enn er
fáanlegur, er úr því efni. En eftir
þvi sem þörfin jókst, hrökk þetta
ekki til, og var þá farið að reyna
ennur efni. Náðist fyrst hámark
framleiðslunnar eftir að stórvélarn-
ar voru smíðaðar og greniskógarnir
reyndust nothæfir. Því miður verð-
ur ekki farið hér út í aðferðirnar
við pappírsvinslu að fornu eða nýu,
en þess eins má geta, að á síðasta
aldarhelmingi hefir pappírs fram-
leiðslan tekið þvílíkum risaskrefum,
að heita má, að pappír sé nú hag-
nýttur til allra skapaðra hluta, auk
prentunar. Og þar sem tiltölulega
fáar tuskur fullnægðu þörf mann-
kynsins í fyrstu, eru nú á degi
hverjum höggnir stórskógar til að
seðja átfrekju stórblaðanna einna.
Hinar nýtísku pappírsmyllur þekja
nú stór landsvæði, og draga þær lítt
höggna grenibjálkana með vélakrafti
inn um annan enda bygginganna, og
skila þeim svo á stórvöxnum kefl-
um sem tilbúnum blaðapappír, eða
niðurskornum örkum í ákveðnum
stærðum fyrir bækur eða annað
prentmál, við hinn enda hússins.
Bíða þar úti fyrir bátar eða járn-
brautarvagnar til að flytja hann um
allar jarðir.
nn
Fimm hundruð ár eru sjálfsagt
ekki langt tímabil í þroskasögu
mannkynsins, sem að líkindum á
miljónir ára að baki sér. En mætti
Gutenberg og hinir aðrir frumherjar
prentlistarinnar rísa úr gröfum sín-
um og sjá hvernig þessi uppáhalds
dvergur, sem fæddist með þrautum
úr höfðum þeirra, hefir orðið að hin-
um voldugasta risa, sem lagt hefir
undir sig gjörvalla jörðina, þá er
ekki ólíklegt, að þeim myndi bregða
í brún og finnast fátt um smásmug-
legu málaferlin út af örfáum óborg-
uðum gyllinum, sem til þess fóru, að
koma hugsjónum þeirra í fram-
kvæmd.
Kannske er það barnalegt, að
brjóta heilann um, hvað mundi hafa