Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Blaðsíða 29
RÖGNVALDUR PÉTURSSON
7
meðal Vestur-fslendinga og á sviði
íslenskra bókmenta.
Hann átti miklu láni að fagna í
heimilislífi sínu. Eins og frá hefir
verið skýrt, var hann giftur ágætri
konu, og var heimili þeirra ávalt
mikið rausnar- og fyrirmyndar
heimili; enda var þar gestkvæmt
mjög, og það máske stundum um of,
eftir að heilsa hans fór að bila. Þau
hjón eignuðust fimm börn og eru
fjögur þeirra á lífi, en einn sonur dó
ungur. Þau sem á lífi eru, eru þessi:
Þorvaldur, M.A., Margrét, B.A.,
Ólafur, B.Sc. og Pétur, enn á skóla-
aldri. Öll eru þessi börn hin mann-
vænlegustu og hafa fengið ágæta
mentun; þrjú eru útskrifuð af há-
skóla Manitoba, lásu tvö hin eldri
þar almenn fræði, en Ólafur er verk-
fræðingur.
Séra Rögnvaldur var vel fjáður
maður hin síðari árin, og átti því
hægra með en ella að vinna að ýms-
um áhugamálum sínum. Var hann í
félagi með bræðrum sínum tveimur,
Olafi og Hannesi, sem um mörg ár
hafa verið með helstu fésýslumönn-
um íslenskum í Winnipeg. Þurfti
hann þó ekki að gefa mikið af tíma
sínum til þeirra starfa, enda var hann
jafnan önnum kafinn, einkum eftir
að hann tók við eftirliti Heims-
hringlu og prentsmiðjunnar. Var
hann venjulega á skrifstofu blaðsins
naestallan daginn og lagði oft hart
að sér við eftirlit og ýmislegt vafst-
ur, sem þess konar störfum eru sam-
fara. Fylgdu því oft miklar áhyggj-
ur, því fjárhagur íslenskra blaða í
Vesturheimi hefir jafnan verið
þröngur og útgefendurnir hafa löng-
um mátt mikið á sig leggja til að
geta haldið þeim úti. Gramdist hon-
um oft, hversu tómlátir kaupend-
urnir voru með að standa í skilum
með andvirði blaðsins. En aldrei
var um neina uppgjöf að ræða frá
hans hendi, það sem hann ætlaði sér
að gera, var gert, þó að oft væri við
mikla erfiðleika að etja.
Sumir, sem ritað hafa um séra
Rögnvald, hafa tekið það fram, að
hann hafi verið mjög skapstór mað-
ur. Það er eflaust rétt, að hann
hafði stórbrotna lund, en venjulega
stilti hann skap sitt mjög vel. Að-
eins einu sinni man eg eftir honum
reiðum, og vorum við þó ekki ávalt
sammála um ýmislegt. Og í þetta
eina skifti, sem eg man eftir að hann
reiddist mér verulega, var hann fús
til sátta og vingjarnlegur, eins og
hann átti að sér, strax næsta dag.
Honum gramdist oft ósanngirni og
skilningsleysi manna, og gat þá verið
þungorður í þeirra garð, sem honum
mislíkaði við. Hann átti oft í deil-
um við ýmsa, eins og flestir, sem
nokkuð láta til sín taka í almennum
málum. En hann kunni vel að meta
mannkosti andstæðinga sinna, þegar
þeir komu í ljós. Skoðunum sínum
hélt hann oft fram af miklu kappi,
og sumum fanst hann ekki taka nægi-
legt tillit til skoðana annara. Eitt-
hvað kann að hafa verið til í því.
Honum fanst stundum skoðanir
manna á ýmsum mikilsvarðandi mál-
efnum vera æði þokukendar og van-
hugsaðar. Sjálfur hugsaði hann
manna vandlegast um hvað eina, sem
honum þótti einhverju máli skifta;
og honum var mjög illa við allskonar
vanhugsað varafleipur og órökstutt
hjal. Oft gat hann verið sárbeittur