Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Side 91
FIMM ALDA AFMÆLI PRENTLISTARINNAR
69
1282 blaðsíður að stærð, og stóð
prentun hennar víst yfir svo árum
skifti. Að vísu sést hvergi á bók-
inni, hver hafi prentað hana né
hvenær, eins og áður er á vikið, en
önnur gögn, nokkurn veginn óyggj-
andi, eru fyrir hendi því til staðfest-
ingar, að prentuninni var lokið ekki
síðar en 1455. Þetta mundi vera
talið seinlátt verk nú á dögum, en
þrátt fyrir það er sagt, að verð á
bókum hafi lækkað um níu tíundu
hluta verðs skrifaðra bóka.
Seinna var pressan endurbætt á
þann hátt að fjaðurmagnaðir stál-
gormar lyftu farginu af letrinu í
stað skrúfunnar. Seint á 18. öld var
fyrst smíðuð pressa, öll úr járni og
stáli. Var þá auðveldara að prenta
margar blaðsíður í einu, eða heila
blið á stórum pappírsörkum í senn.
f fyrstu var reynt að halda þessari
uPPgötvun leyndri, eins og tíðkaðist
um flesta nýa hluti, því þá voru
engin lög til um einkaréttindi til
verndunar þeim, sem eitthvað nýtt
höfðu á prjónum. En þá kom fyrir
sá atburður sögunnar, sem breytti
því öllu.
Um þær mundir hófst hið svo-
uefnda Biskupastríð, sem lá í því,
bver af kirkjunnar mönnum þar ætti
að fara með völdin. Vann Adolph
erkibiskup það stríð og lagði Mainz
borg undir sig miskunarlaust. Hann
Var af aðalsfólki kominn og fór auk
þess með völd kaþólsku kirkjunnar.
lönaðar og handverksmönnum skaut
skelk í bringu og flúðu borgina.
^etta skeði árið 1462, og tvístruðust
þá prentnemar og samverkamenn
þeirra Fust, Schöffers og Gutenbergs
Um allar jarðir. Sannar það þessa
Sugu ekki síst, að fyrstu prentarar
víðsvegar um Evrópu bera allir þýsk
nöfn. Breiddist nú prentlistin út
um öll lönd Norðurálfunnar eins og
eldur í sinu. Er það því undraverð-
ara, þegar þess er gætt, að þá voru
enn engar verksmiðjur til, sem
bjuggu til pressur, letur eða önnur
prentáhöld. Er svo talið, að á næstu
39 árum eða fram yfir aldamótin
1500, hafi verið prentaðar um 40 þús-
und bækur af ýmsu tæi í nálægum
löndum. Menn vita með vissu, að
fyrstu prentsmiðjurnar voru komn-
ar til ítalíu 1465, Sviss 1468, Frakk-
lands 1469, Hollands og Belgíu 1473,
Englands 1477, Spánar og Portúgal
1478- 9, Danmerkur og Svíþjóðar
1482-3 o. s. frv. Um aldamótin munu
prentsmiðjur hafa verið komnar á fót
í flestum löndum álfunnar. í Málmey
í Danmörku segir Fitjaannáll, að
fyrst hafi verið prentaðir danskir
sálmar árið 1528. Og í Hróarskeldu
var prentuð fyrsta íslenska bókin
árið 1540—Nýjatestamentis þýðing
Odds Gottskálkssonar, sú er hann
þýddi í fjósloftinu í Skálholti. Er
það merkilegt atriði í bókmentasögu
fslendinga — ekki síst fyrir það, að
þá hafði prentsmiðja staðið á íslandi
að minsta kosti í 10 ár, samkvæmt
frásögn Harboe hins danska, eða
jafnvel lengur, ef nokkuð má marka
þessa latnesku setningu Jóns Ólafs-
son Grunnvíkings: “, , , , sed in Is-
landia anno 1523, auspiciis episcopi
Johannis Aræ filii,” o. s. frv. Þó
rit- eða prentvilla kunni að vera í
ártalinu sjálfu, þá er hér skýlaust
sagt að prentsmiðjan hafi verið
stofnuð að tilhlutan Jóns biskups
Arasonar, sem varð biskup það ár,
en vígðist þó ekki fyr en haustið
1524.