Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1940, Page 48
26
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
þá og hvetja til að beita sér eins og
þeim er framast unt. Hæfileikar
þeirra og kostir sem leiðtoga lýsa
sér best í því, hversu mikið traust
meðal fylgjenda sinna þeir eignast
og hversu varanlegt það traust er.
Séra Rögnvaldur naut slíks trausts í
ríkum mæli. Ekki þó svo, að allir
þeir, sem voru honum fylgjandi í
þeim höfuð-málefnum, sem hann
vann að, væru honum ávalt sam-
dóma; þeir voru það oft ekki; en
flestir munu hafa metið mikils vilja-
festu hans og einbeitni og hans óbil-
andi áhuga, ásamt miklum hyggind-
um, í því að sjá málum sínum borgið.
Þeir, sem urðu fyrir mestum per-
sónulegum áhrifum frá honum, voru
jafnan hans öflugustu fylgjendur,
sem sýnir, hversu álit manna á hon-
um og traust óx við nána viðkynn-
ingu. Að sumu leyti er slíkt fylgi
heppilegt og að sumu leyti er það
ekki heppilegt. Hið persónulega
fylgi getur orðið svo nátengt kunn-
ingsskap og vináttu, að það sé jafn-
vel ekki hið æskilegasta fyrir þann,
sem þess nýtur. Það, sem bindur
menn saman í flokka og félagsleg
samtök, svo að þeir vilja vinna hver
með öðrum, er vitanlega eitthvert
samræmi í skoðunum; og á því eiga
samtökin að grundvallast fyrst og
fremst. En það er mjótt mundangs-
hófið á milli hins persónulega fylgis
og þess, sem verulega er sprottið af
sannfæringum. Leiðtoginn, hver sem
hann er, beitir sínum áhrifum sem
best hann getur, og ef fylgi manna
við hann er bæði bygt á trausti á
honum og sannfæringum þeirra, sem
fylgja honum, þá ber það vott um
yfirburði hans sem áhrifamanns og
flytjanda einhverra þeirra skoðana,
sem menn vilja veita móttöku. Það
mun engum blandast hugum um það,
að séra Rögnvaldur var leiðtogi, sem
ávann sér traust og fylgi, bæði
vegna sinna persónulegu áhrifa og
líka vegna hins, að hann tók upp
verk, sem einmitt beið eftir einbeitt-
um og áhugasömum leiðtoga, þegar
hann byrjaði það. Hann hóf starf
sitt á heppilegum tíma, og hann
vann það, með aðstoð margra annara,
sem öruggir lögðu hönd á plóg með
honum, í þeirri trú og með því
trausti, að hversu erfitt sem gengi
oft og einatt, væri þó einhvers sig-
urs að vænta, ef menn ynnu í ein-
lægni saman; þótt þeir gætu ekki
ávalt verið sammála um alt. Og
sá ágreiningur, sem stundum átti sér
stað milli hans og þeirra, sem með
honum störfuðu, skifti oftast mjög
litlu máli.
Minning séra Rögnvalds lifir í
þakklátum hjörtum fjölda manna;
hún lifir í hjörtum samherja hans í
kirkjulegu og þjóðræknislegu starfi:
hún lifir í hjörtum nánustu vina hans
og þeirra mörgu, sem nutu góðs af
drenglyndi hans og örlæti; hún lifir
í hjörtum allra íslendinga, hvar sem
þeir eru, sem láta sig varða heill og
sóma þjóðarinnar; því að hann helg-
aði líf sitt þeim störfum, sem verða
munu giftudrjúg í þróun íslenskrar
menningar.