Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Blaðsíða 36
18
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
lætur mann jafnframt renna grun í
það, hvílík andans orka og skapandi
listgáfa liggja að baki og eru upp-
spretta þeirrar afkastasemi, að ó-
gleymdri eljunni, sem slíkt ævistarf út-
heimtir.
Alþingi á tvær myndir Ríkarðs,
brjóstlíkneski af Magnúsi Stephensen
landshöfðingja og rismynd af Bjarna
frá Vogi, hvorttveggja eirmyndir, og
eignast einnig bráðlega eirmynd af
Gísla Sveinssyni, sendiherra og fyrrv.
Alþingisforseta, sem yfirlýsanda ís-
lenska lýðveldisins. Þá á listasafnið t
Reykjavík brjóstlíkön af Stepháni G.
Stephánssyni, Einari H. Kvaran og
Steingrími Thorsteinsson, rismynd af
Sigfúsi Sigfússyni þjóðsagnameistara,
en Þjóðminjasafnið brjóstlíkan a£
Finni Jónssyni prófessor.
Háskóli Islands á stórt brjóstlíkan
eftir Ríkarð af Jóni Sigurðssyni for-
seta, sem er þar í forsalnum, og eir-
mynd af Benedikt S. Þórarinssyni á
bókasafni lians, einnig rismyndir úr
eir af Guðmundunum þremur
Magnússyni, Björnssyni og Hannes-
syni, læknum. Menntaskóli Reykjavík-
ur á brjóstlíkan af Þorvaldi Thorodd-
sen prófessor, en Menntaskóli Akur-
eyrar, eirhkneski af Sigurði Guðmunds-
syni skólameistara og koparrismyndir
af Jónasi Jónssyni alþingismanni og
fyrrv. ráðherra og Stefáni Stefánssyni
skólameistara. Þá á Laugarvatnsskól-
inn ýmsar rismyndir eftir Ríkarð og
Gagnfræðaskóli Akureyrar brjóstlíkan
af Þorsteini M. Jónssyni skólastjóra.
Ennfremur eiga aðrir skólar, sveitarfé-
lög og stofnanir í öllum landshlutum
brjóstlíkneski eða rismyndir eftir hann
af forystumönnum sínum og konum á
ýmsum sviðum. Bókasafn Húsavíkur á
t. d. rismyndir úr eir af þeim Benedikt
á Auðnum og Pétri á Gautlöndum, á-
samt með brjóstlíkani af Benedikt.
Búnaðarfélag Islands á brjóstlíkan af
Tryggva Þórhallssyni ráðherra og
Gunnlaugi Kristmundssyni sand-
græðslustjóra, Skógræktarfélagið brjóst-
líkneski af Sigurði Sigurðssyni búnað-
armálastjóra, Landakotsspítali brjóst-
líkan af Matthíasi Einarssyni lækni, og
mætti svo lengi telja.
Af útimyndum eftir Ríkarð má þess-
ar telja: Tryggva Gunnarsson í Al-
þingishússgarðinum og Jón biskup
Víðalín við Dómkirkjuna í Reykjavík.
Á Akureyri: Matthías Jocliumsson í
Skrúðgarðinum og Sigurð Sigurðsson
búnaðarmálastjóra og Pál Briem í
Gróðrarstöðinni. Á Hvanneyri: Brjóst-
líkan af Halldóri Vilhjálmssyni og ann-
að samstætt af Hirti Snorrasyni, nú í
steypingu í Kaupmannahöfn, er á að
standa við hlið Halldórs.
Þá eru minningartöflur eða minn
ingarskildir eftir Ríkarð í ýmsurn
kirkjum landsins. Sérstöðu meðal
slíkra verka hans skipar ólafsfjarðar-
steinninn, minnismerki yfir drukkn-
aða sjómenn, frumlegt og tilkomumik-
ið listaverk.
1 Landakotskapellunni er eftir Rík-
arð krossmark allstórt með Kristslík-
neski, sem fengið hefir mikið lof, einn
ig gerði hann biskupsstólinn í Landa-
kotskirkjuna. Prédikunarstól hefir
liann gert í Melstaðarkirkju í Mið-
firði, og skírnarfonta í allmargar kirkj-
ur út um land, en mestur og dýrastur
er sá, sem Haraldur Böðvarsson gaf
Akraneskirkju fyrir tveim árum. Þá
eru eftir Ríkarð útskornar Ijósastikur
allmiklar og krossmark í Skarðskirkju
á Landi.
Auk hinna fjölmörgu verka hans a
opinberum stöðum, og hvergi nærri öll