Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Blaðsíða 97
HUGLEIÐINGAR ÚT AF AFMÆLISDEGI
79
UPP frá þeim degi fór hann að iðka sem einu sinni hefir látið ginnast inn
Ijóðlistina fyrir alvöru, og út úr því fyrir dyrnar.
völundarhúsí á enginn afturkvæmt, G. J.
ísmoifc a staurnum
Ríma með skýringum
Ein af hinum fáránlegustu fyrirbrigðum meðal meinlætamanna Miðalda-
kristninnar voru hinir svonefndu Staursetar (Stylites eða Pillar Saints).
f rægastur þeirra var Símon hinn Sýrlenski. Hann lifði ströngu munk-lífi í
fyrstu, en er það fullnægði honum ekki lengur, lét hann reisa sér stólpa með
orlitlum húskofa á toppnum. Smámsaman fékk hann sér hærri og hærri
stólpa, þangað til sá síðasti var talinn um 60 fet á hæð. i þessa staursetu
eyddi liann 37 árum ævinnar. Eru margar sögur um iðrunar og reiðiprédik-
auir hans og kraftaverk. Þusti til hans fólk úr öllum löndum heirns. Tenny-
son orti um hann stórt kvæði og leggur aðal áhersluna á meinlætalifnaðinn,
syndahrellinguna og sjálfsvítin, sem sjá má af þessu upphafi:
Þó eg sé lægsta mannkvikindi á mold,
frá tám að hvirfli síki af syndum fylt,
himni og jörð ei hæfur — jafnvel ei
sem djöflafæða, allri andstygð krýnd —
eg skal ei hætta að halda sterkri von
um helgun, ef eg hrópa, sýti og græt,
og kný á himins hlið í ofsabæn:
Miskuna drottinnl Syndum svift á brott!
Höfundur þessara vísna hefir altaf haldið, að á bak við sjálfshirtinguna
°g strangleikann, og yfirborðs auðmýkt þessara staurdýrðlinga hafi falist ekki
SV0 iitið af auglýsingaskrumi kynjalyfjasalanna og sápukassa prédikara vorra
tima; og með það í huga er ríman kveðin.
^elgra manna ei um of
óska eg hróður klingi;
Særnir þó að syngja lof
Símoni staur-dýrð-lingi.
R í M A N
Meðan gegnum mold og aur
múgans tróðu fætur,
aleinn sat hann upp á staur
alla daga og nætur.