Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Blaðsíða 58
40
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
eða elskað það hafa menn safnast að
ströndum landsins og í sjávarþorpin.
Hafið, með yndi sínu og ógnum, með
tækifærum sínum til fjáröflunar og til
ævintýra hefir kallað syni og dætur Is-
lands á öllum öldum, og aldrei hefir
kall þess lokkað jafnmarga til fang-
bragða eins og nú. Menn hafa komið,
barist og sigrað, öld eftir öld, og svo
horfið heint aftur til fátækra og af-
skektra heimila sinna með björg í bú.
En margir hafa einnig horfið snauðir
frá, eftir harðan leik, eða þá horfið
með öllu í skaut hafsins. I stað bjargar
í bú, hefir vertíðin oft fært íslenskum
heimilum lamandi sorg og vonlausan
kvíða. En samt fjölgar þeim ávalt með
hverju ári sem hafið heimtar, og sem
helga sig nær eingöngu starfinu við
það og strendur þess. Islenska þjóðin
skilur nú betur en nokkru sinni fyr,
að farsæld lands og lýðs fer mikið eftir
því, hvernig sjómannastéttinni farnast
störf sín, enda er nú betur að henni
búið en áður. Skipakostur sjómann-
anna hefir aldrei verið eins góður og
öruggur sem nú. Eitt glæsilegasta
mentasetur landsins er nú Sjómanna-
skólinn í Reykjavík, sem veitir fræðslu
í öllum greinum sem að íarmensku
lúta. Slysavarnarfélag íslands er nú
eitt vinsælasta fyrirtæki á landinu, eins-
konar bróðurkeðja sem knýtt er með-
fram öllum ströndum landsins, til að
afstýra slysum, bjarga skipbrotsmönn-
um og líkna hrjáðum og liröktum veg-
farendum hafsins. Árangurinn af þess-
um samtökum er þegar orðinn rnikill
og glæsilegur. íslenska þjóðin skilur
það glögt, að sjómannastéttin er herlið
landsins, einskonar sambland af sjó og
landher. Auk þess að halda uppi þjóð-
arbúskapnum, hefir þessi stétt aflað sér
frábærs orðstírs, bæði utan lands og
innan, fyrir hugrekki, hreysti og vask-
leika.
Á dvalarári mínu á Suðurnesjum
hafði eg gott tækifæri til að kynnast
sjómannastétt landsins. Eg lærði að
meta dugnað þeirra og ósérhlífni. Eg
skil nú betur en áður að lífskjör sjó-
mannsins eru oft mjög érfið og ávalt
áhættusöm. Eg dáðist ekki síður að
konum sjómannanna. Naumast get eg
hugsað mér aðra stétt kvenna, sem til
jafns við þær þarf á stöðuglyndi, bjart-
sýni og trúartrausti að halda, þegar
menn þeirra og synir eru út á sjó lang-
ar og dinnnar nætur, og oft í mjög tví-
sýnu veðri. Vissulega er það satt sem
Kjartan úlafsson kveður um Gömlu
sjómannsekkjuna (óskastundir, 1948):
“En sjómannskonan oft kvíða má,
þá kveða stormar við úfinn sjá.
Og heima hún bíður í bæn og þrá,
um bölþungar óttans stundir.”
Sandgerði er nú, og hefir lengi verið,
ein helsta verstöð á Suðurnesjum. Það-
an eru gerðir út á hverjum vetri á milli
30 og 40 bátar, hver þeir.ra á milli 20
og 30 smálestir að stærð, og allir eru
þeir búnir sterkum, kraftmiklum vél-
um. Á hvern bát eru ráðnir tólf menn;
sjö á landi, og fimm á sjóinn. Hver
bátur hefir um 35 bjóð, en svo eru
stampar þeir kallaðir sent önglarnir
eru í og færin. Það er lagt af stað í
róðurinn kl. 12 að kvöldi, og komið
aftur að landi eftir tuttugu klukku-
tíma útivist, ef alt gengur vel. Bátur-
inn er affermdur í mesta flýti, fiskur-
inn afhausaður og slægður, og svo
keyrður í bílum til frystihúsanna. Sjó-
mennirnir sofa í mesta lagi þrjá
klukkutíma á sólarhring, nema í land-
legum. Þeir eru oft illa til reika, er í