Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Blaðsíða 62
44
TÍMARIT ÞJ6ÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
sitt nema húsgrunnana, þegar Sher-
man herforingi Norðanmanna, lét
brenna Atlanta til kaldra kola, eftir að
borgarbúar höfðu gefist upp fyrir hon-
um.
Maíone ættin er írsk, og flutti Daniel
Malone fyrstur sinna frænda vestur unt
um haf um miðja 17. öld. Það sem rak
hann vestur var Cromwell uppreisnin
á Englandi og írlandi. Þegar Crom-
well brautst til valda fluttu konung-
hollir þegnar Stúartanna til Virginia,
er hélt trygð við konungsættina, þó að
Ný-Englendingar snerust á sveif með
uppreistarmönnum.
Á írlandi er Alalone-ættin talin af-
gömul og rekja þeir ættmenn kyn sitt
til hinna elstu konunga af Connauglu
á Vestur-Irlandi. Sagan segir, að nafn-
ið þýði “lærisveinn Jóns hins lielga”
(mal — lærisveinn, one = Jón) og hafi
verið gefið þessurn frændum, af því að
þeir urðu jafnan sköllóttir, og minti
skallinn á tónsúru þá, er liinir ísku
lærisveinar hins helga Johannis rökuðu
í krúnu sér. Ekki vill Malone }ró á-
byrgjast þessa upprunaskýringu nafns-
ins.
Langafi Jeremiah Dumas Malones,
kaupmanns, var Jeremiah Dumas,
franskur húgenotti frá Nimes. Hann
kom fyrstur sinna ættingja til Virginia
skömmu fyrir 1700, þegar Lúðvík
fjórtándi gaf kaþólsku kirkjunni frjáls-
ar hendur til að ofsækja prótestanta
með því að nema úr lögum Nantes-
lagaboðið, sem hafði hlíft þeim.
Föður-móðir Kemp Malones var
Mary Hale. Hún var frá Tennesee, en
forfeður hennar höfðu numið land i
Maryland á 17. öld. Þeir komu þangað
frá Yorkshire á Englandi.
Móðir Kemp Malone, Lillian Kemp,
var fædd 1867 í Kentucky og er enn á
lífi við góða heilsu hjá dóttur sinni í
New Orleans. Hún var dóttir Thomas
Michael Kemp frá Kentucky; hann
settist að í Mississippi eftir borgara-
stríðið í Bandaríkjunum. Hann var
lögmaður og blaðamaður, ættaður frá
Virginia, þar sem þeir frændum liöfðu
numið land snemma á 17. öld, og voru
þá þegar vel metnir. Einn þeirra,
Michael Kemp, afi Thomasar M.
Kemps, var kvæntur Nancy Thornton,
en hún var af hinni frægu ætt Wash-
ingtons. Þessir frændur komu upphaf-
lega frá Kent á Englandi, enda er nafn-
ið þar mjög algengt enn í dag.
Móður-móðir Kemp Malones var
Elizabeth Raiford; hún var fædd í
Mississippi og ól þar allan sinn aldur.
Faðir hennar var Thomas Raiford;
hann var fæddur í South Carolina, en
fluttist ungur til Mississippi og efnað-
ist þar. Átti hann þar vænan búgarð
(plantation) og hundrað þræla, og þótt
hann biði hnekki eins og aðrir í borg-
arastríðinu, þá var hann alltaf sæmi-
lega vel megandi.
Þeir Raiford frændur höfðu numið
land á síðari hluta 17. aldar í Virginia
og komu þá frá Bermuda-eyjum, en
ættin var í öndverðu frá Devonshire á
Englandi. Fyrstu landnemarnir á Ber-
muda-eyjum og í Virginia stöfuðu
nafnið Wrayford; þeir voru kvekarar,
en þeir þessara frænda, sem til South
Carolina fluttust, týndu trú sinni og
sömdu sig að siðum nágranna sinna.
III.
Kemp Malone var fæddur í Minter,
Mississippi, elstur átta systkina, en sjö
þeirra eru enn á lífi. Tveir yngri bræð-
ur hans lásu sögu og urðu doktorar í
þeirri grein. Annar þeirra var Dumas
Malone prófessor í sögu við Columbia