Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Blaðsíða 70
52
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
þessum myrku sviðum, — og má þar til
nefna grein hans um “Agelmund og
Lamicho”, sem snertir “Helgakviðurn-
ar” í Eddu — heldur líka hitt, hve fá-
dæma fundvís hann er á þá hluti, sem
öðrum hefir með öllu sést yfir — og
má nefna til þess grein hans um “Mæð-
hild” þar sem hann finnur hliðstæður
hfnna ókunnu hjúa, Mæðhild og Geat,
í Deor í íslensku fornkvæðunum
“Gauta kvæði” og “Kvæði af Gauta og
Magnhildi."
En Malone er eigi aðeins óvenju-
lega fjölhæfur lærdómsmaður, hann er
líka með afbrigðum skarpur maður að
hverju sem hann beitir athygli sinni og
hefir með fádæmum frjótt ímyndun-
arafl. Skarpleikur hans minnir mig á
B. M. ólsen og Hugo Pipping, svo að
tekið sé dæmi af norrænum fræðimönn-
um. Imyndunarafl hans lýsir sér í því
hve djarflega hann tengir saman og
raðar í mótsagnalaust kerfi hinum fáu
og dreifðu staðreyndum í hinum forn-
germanska sagnaheimi. Það lýsir sér
eigi síður í gjörhygli hans, er hann
rýnir í málfræðileg efni, hvort sem
viðfangsefnið er hljóðfræði, hljóðkerf-
isfræði, eða setningafræði. Frumleik-
ur hans kemur allsstaðar í ljós og lýsir
sér í óvæntum samböndum, í nýjum
kerfum og í nýyrðnm — en allt þetta
gerir greinar hans stundum allt annað
en auðveldar aflestrar. En það er með
þær eins og Sturlungu, að sá sem ven-
ur sig á að lesa, hittir í þeim marga
matarholuna.
Malone átti því láni að fagna á yngri
árum að geta gefið sig allan við rann-
sóknum og ritstörfum. Tel eg lítinn
vafa á því að svo hafi hann unað best
hag sínum, og því hefir hann haldið
tryggð við Johns Hopkins háskólann,
að þar er prófessorum ætlaður óvenju-
mikill tími til ritstarfa í samanburði
við aðra skóla.
Eigi má þó skilja þessi orð mín svo.
að hann hafi ekki haft gaman af að
kenna: það hefir hann alltaf haft,
enda hefir hann verið ástsæll af nem-
endum sínum fyrir sína góðu kennara-
kosti. Fáir munu gleyma Jjví, ef þeir
hafa lesið Chaucer hjá honum. Og enn
færri munu geta gleymt handleiðslu
hans, þeir sem tekið hafa doktorspróf
hjá honum, eða umhyggju hans fyrir
hag Jjeirra eftir að þeir eru flognir úr
hreiðrinu.
Á síðari árum hafa borið að honum
ýms trúnaðar og ábyrgðarstörf, þótt
hér verði þau ekki talin. Þannig hef-
ir hann verið forseti (Head of) ensku
deildarinnar um allmörg ár, unnið alls-
konar nefndarstörf og tekið á annan
hátt virkan þátt í stjórn skólans. En
þótt mig gruni að Malone hefði heldur
kosið að helga sig rannsóknum ein-
göngu, þá veit eg að hann hefir leyst
þessi störf af hendi með sama röskleik
og sömu trúmennsku og fræðastörfin.
Auk þess sem nú hefir verið talið
má rétt aðeins minnast á, að Malone
hefir tekið eigi óvirkan þátt í félags-
lífi í Baltimore — og þau hjón bæði,
því þau eru vel metin og virt af öllum-
Sérstaklega hafa þau stutt hið fjöl-
breytta músíklíf borgarinnar og munu
þau vera stöðugir gestir í hinum stóra
hljómleikasal bæjarins. Er hér um
fornar ástir að ræða af hálfu Malones,
því hann lærði á fiðlu á æskuárum sín-
um.
Á stríðsárunum beittu þau hjónin
áhrifum sínum mjög mikið til stuðn-
ings Englandi og bandamönnum þess.
Veit eg þó eigi, að neinar opinberar
þakkir hafi borist handan um hafið,
nema frá Danmörku, því 1946 sæmdn