Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Blaðsíða 112
94
TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
J. J. Bíldfell lagði til að ritara sé falið að
kvitta fyrir þessa heillaósk með þakklæti. Stutt
af J. Oleson og samþykt.
Ennfremur gerðu sömu menn þá tillögu að
ritara sé falið að senda fjölskyldu séra Alberts
Kristjánssonar og honum sjálfum samúðar
skeyti í tilefni af veikindum þessa ágæta sam-
verkamanns.
Það hryggir oss að frétta um vanheilsu séra
Alberts Kristjánssonar, hins ágæta starfsmanns
félags vors og vottum honum og fjölskyldu
hans einlæga samúð vora og innilega ósk um
endurbata og veilíðan.
Þá bar dr. Beck fram þessar munnlegu
kveðjur: frá Right Reverend C. Venn Pilcher
biskupi í Melbourne, Ástralíu, dr. John West,
forseta ríkisháskólans í Norður Dakota og frá
fræðafélaginu “The Society for the Advance-
ment of Scandinavian Study”.
Tillaga dr. Becks að ritara sé falið að svara
þessum kveðjum, studd af J. Oleson og sam-
þykt.
Voru þá þessar þingnefndir settar af for-
setanum:
Fræðslumálanefnd:
Egill Fáfnis
Guðmundur Féldsted
Mrs. Hólmfríður Danielsson
Mrs. L. Sveinson
Mrs. Ingibjörg Pálsson
útbreiðslumálanefnd:
Heimir Thorgrímsson
Magnús Elíasson
Trausti ísfeld
Páll Guðmundsson
Magnús Gíslason
Styrktarsjóðsnefnd Agnesar Sigurðsonar:
Grettir L. Jóhannson
Mrs. L. Sveinson
Halldór Swan
Mrs. Anna Árnason
John ólason
Samvinnumálanefnd við Island:
Dr. R. Beck
G. L. Jóhannson
Haraldur Ólafsson
Mrs. Sigríður Sigurðsson
Dr. Árni Helgason
Þingmálanefnd:
Heimir Thorgrímsson
Egill Fáfnis
Magnús Elíasson
Að því búnu var aftur tekið til við lestur
skýrslanna frá hinum ýmsu deildum.
Skýrsla deildarinnar "Esjan”, Árborg, lesin
af ritara.
Ársskýrsla þjóðræknisdeildarinnar “Esjan”
í Árborg, er sem fylgir:
I. Fundarhöld:
Fimm fundir hafa verið haldnir á árinu
1947. Bæði skemtifundir og starfsfundir. Ágæt
aðsókn á flestum fundum, og skemtun fjöl-
breytt og ánægjulegar samkomur.
2 Samkomuhöld:
Leikfélag sem var myndað undir umsjó.r
Esjunnar sýndi leiksýningu, “Malakonan frá
Marley”; voru samkomur haldnar í Árborg,
Riverton og Víðir og var góð aðsókn á öllum
stöðum og leikurinn vel rómaður hvevetna.
Arður af leiksýningunum var, afgangs öllum
kostnaði $155.00.
3. Bókasafnið:
Bækur keyptar á árinu að upphæð $150.00,
og bækur lánaðar út og lesnar fyllilega eins
mikið og á undanförnum árum. Nokkrar bæk-
ur hafa verið gefnar félaginu á síðastliðnu ári:
Bók frá Davíð Björnsson, Minningar um
Mentaskólann, mjög vönduð og verðmæt bók.
Sömuleiðis gaf Gunnar Simundson hina nýju
titgáfu af Heimskringlu “Snorra Sturlusonar"
(2 bækur), mjög vönduð útgáfa.
Og síðan gaf Vigfús Guttormson félaginu
ljóðabók sína “Eldflugur”, sem cr líka kær-
kominn gestur.
Þá gaf Swain Swainson félaginu enskar bæk-
ur, Book of the Month. Hann gerði það í
þeim tilgangi að glæða lestrarfýsn hjá yngra
fólkinu og tilraun að innlima það í vorn fé-
lagsskap.
Fyrir allar þessar gjafir vottar deildin hlut-
höfurn innilegt þakklæti.