Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Blaðsíða 56
38
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA
og í lofti. Nokkru innar á Skaganum
er Innri Njarðvík, Jiar sem skáldið og
spekingurinn Sveinbjörn Egilsson var
fæddur. Þar fyrir innan er Stapinn
einskonar hraunháls, sem stendur all-
hátt yfir sjávarmál, og gengur í háum
þverhníptum kletti fram í sjó. Er talið
að á Stapanum hafi verið reimt mjög i
fyrri daga, og ýmsar sögur heyrði eg
um Jtað að Stapadraugurinn hafi Jjað
enn til að glettast við menn, einkum
ameríkanana, sem oft ferðast um þessar
slóðir. Hvað hann stundum sprengja
fyrir Jjeim ljíladekk, Jaegar verst lætur í
veðri, og svo Jægar Jjeir eru að bjástra
við aðgerð er hann til með að koma til
þeirra og taka ofan fyrir þeim — sjálft
höfuðið —, eða kinka gljáandi kolli og
holdlausum augnatóftum til þeirra inn
um bílgluggann. Ef trúa má ýmsum
kynjasögum, má ætla að hinar ósýni-
legu verur séu mjög Jjjóðhollar, og
kunni miður vel átroðningi hinna er-
lendtt manna, ekki síður en fjöldi
þeirra landsmanna sem holdi eru
klæddir. Þessi saga er höfð eftir bónda
í Hvalfirðinum:
“Hérna í Hvalfirðinum hafa altaf
verið huldumenn, mér er kunnugt um
])að af eigin raun, því að eg hefi séð þá
við og við síðan eg var unglingur. Þeg-
ar herdátarnir voru búnir að setja upp
eitt varnarvirkið og girðingu í kring,
settu þeir þarna vörð herntanna með
byssur. Nú bar svo við einu sinni að
varðmenriirnir sáu að ókunnir menn
voru komnir inn fyrir girðinguna og
voru Jjar á sveimi fram og aftur. Varð-
mennirnir gátu síst skilið, hvar þessir
náungar hefðu komist inn og kölluðu
til Jjeirra, en fengu ekkert svar. Varð-
mennirnir kölluðu þá aftur og allhast-
arlega og miðuðu byssuntim, en að-
komumenn svöruðu ekki, heldur færðu
sig, þöglir og ódeigir, eins og ekkert
væri, í áttina til varðanna. Varðmenn-
irnir hleyptu þá af, og skutu á Jjessa
þöglu gesti, en skotin fóru gegn unt
Jjá, og við Jjetta tóku Joeir undir sig
stökk og stefndu á verðina. Við Jtessa
sýn urðu verðirnir ófsahræddir, köst-
uðu frá sér byssunum og lögðu á ílótta.
komust þeir við illan leik inn í herbúð-
ir, j)ar hnigu Jieir niður, og varð að
stumra yfir Jjeim lengi dags. Þegar Jjeir
tóku að hressast létu Jjeir svo um mælt.
að Jjeir vildu heldur láta leiða sig fyrir
herrétt en fara aftur á vörðinn.
— En hvað heldurðu að hefði Jjurít
marga slíka vini til þess að reka alla
herdátana úr Hvalfirðinum, laxi?”
bætti gamli bóndinn við.
En fyrirgefðu, lesari góður. Eg var
að tala unt sögustaði á Suðurnesjum.
Á milli Garðsins og Sandgerðis, á vest-
urströnd skagans er Kirkjuból, þar sem
Norðlendingar tóku hús á Kristjáni
skrifara, árið 1551, drápu hann og
sveina hans, og hefndu Jjannig aftöku
Jóns biskups Arnasonar. Sunnar en
Sandgerði er Hvalsnes, kirkjujörð, og
ein af annexíukirkjum Útskálapresta-
kalls. Elallgrímur Pétursson gerði
þennan garð frægan, en Jjó var enginn
frægðarljómi yfir honum þar. Hann
var vígður þangað, og bjó Jjar fyrstu
prestsskapar ár sín við hina mestu fá-
tækt og niðurlægingu. Fortíð hans var
heldur ekki glæsileg, aldarandinn hort-
ugur, og enginn vissi hvað nreð mann-
inum bjó. Ekki virðist hann hafa átt
sjö dagana sæla á þessum árum, ef
dæma má eftir hinni alkunnu vísu:
“Úti stend eg ekki glaður,
illum Jrjáður raununum.
Jrraut er að vera þurfamaður,
Jjrælanna í Hraununum.”