Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Blaðsíða 102
84
TIMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA
hefir því verið hreyft á fundum félagsins af
og til síðan.
Eins og forsetinn mintist i fyrra, er þetta
eitt allra strersta málið, sem Þjóðræknisfélag-
ið hefir á dagskrá sinni. Nokkrar veigamiklar
framkvæmdir hafa orðið í því, eins og skýrsla,
sem seinna verður lesin af Dr. Thorlákssyni,
mun sýna, og eg vona að þingheimur veiti
þeirri skýrslu og tillögum, sem henni munu
fylgja, góða eftirtekt.
. Þetta mál, að mínum dómi, er eitt af þeim
málum sem eg mintist í byrjun orða minna,
sem, er tímar líða, getur orðið, ef að því er
framfylgt, eitt af hinum ágætustu minningar-
merkjum vor fslendinga hér í Vestur Canada,
og tákn þess, að þó að vér séum tillölulega
iitið þjóðarbrot af einni af hinum minstu
þjóðum (að fólksfjölda) heimsins, þá höfum
vér verið það íramtaksmeiri og framsýnni en
r.okkuð annað þjóðarbrot hér vestra, og með
þeim góða skilningi á menningargildi tungu
vorrar og sögu hennar, og því tillagi, sem hún
getur lagt til menningar þessarar þjóðar, að
vér vildum með góðum hug og vilja, leggja á
oss þá ábyrgð, að stofna höfuðstól nógu stóran
til þess að geta stofnað kennara embætti á há-
skóla þessa fylkis. Það verður, á þessu þingi
annaðhvort að duga eða að drepast, að sam-
þykkja það, setn hefir þegar verið gert, og
ákveða enn meiri framkvæmdir, eða að gera
enda á þessu máli sem hefir verið á dagskrá
félagsins öll þessi ár, og nota tímann til að
hugsa og ræða um eitthvað annað. Stjórnar-
nefndin hefir afráðið að biðja Dr. Thorlákson,
sem hefir verið kosinn formaður þeirrar nefnd-
ar, sem þetta mál hefir með höndum, að bera
fram skýrslu hér á þessu þingi, þriðjudaginn
kl. 2, sem hann hefir lofast til að gera.
Útgáfumál
Um útgáfumál félagsins er ekki annað að
segja, en að tímaritið sem hr. Gísli Johnson,
fyrv. prentsmiðjustjóri, er ritstjóri að, er með
sömu ágætum að innihaldi og frágangi og
áður. Undir stjórn hans hefir ritið verið ó-
aðfinnanlegt, og skipað háan sess meðal tíma-
rita af liinu sama tæi. Árgangarnir sem hann
hefir séð um og gefið út jafnast á við hina
bestu, sem áður hafa komið og eru auðugur
fjársjóður fróðleiks og vitneskju um okkur
Vestur-lslendinga og mál vor. Það er ekki lítil
þakklætisskuld sem Þjóðræknisfélagið stendur
í við hann fyrir þetta sem hefir eins oft verið
vanþakkað eins og hitt.
Um sögu íslendinga í Vesturheimi er ekk-
ert að segja.- Hún stendur í sama stað og í
fyrra. Þrjú hefti eru komin, og það er orðinn
stans á því máli. — Það gelur verið að ritari
nefndarinnar komi með skýrslu inn á þingið
en ef ekki, þá er ckkert meira í bili um það
mál að segja.
Samsæti
Níunda janúar mánaðar, eins og kunnugt er,
hélt Þjóðræknisnefndin með styrk og aðstoð
annara félaga, góðtemplara, deildarinnar Frón,
o. s. frv., Dr. Sigurði Júlíusi Jóhannessyni sam-
sæti og fagnaðarmót í tilefni af áttugasta af-
mæli hans. Samsætið fór fram í Fyrstu lútersku
kirkju á Victor St., og voru á fjórða hundrað
gestir þar staddir til að fagna hinum góða og
vinsæla lækni. Það fagnaðarmót er flestum
enn í fersku minni, enda fluttu blöðin fréttir
um það og þarf því ekki að orðlengja um það
hér, að öðru leyti en því, að láta í ljósi hina
miklu ánægju þjóðræknisnefndarinnar að haia
getað fagnað einum heiðursmeðlim Þjóðrækn-
isfélagsins á þann hátt. Lækninum verður
aldrei nóg þakkað fyrir hans ágæta starf á
mörgum sviðum mannfélagsmálanna og ekki
síst á sviði ræktarsemi við Island og íslenska
tungu.
önnur fagnaðarmót eða samsæti voru ekki
haldin á árinu undir umsjón félagsins.
Útbreiðslustarfsemi
Um útbreiðslustarfið er það að segja að það
hefir skiftst niður á milli margra, nefndar-
manna og annara, og þar má helst nefna Mrs.
Hólmfríði Danielson, Dr. Richard Beck, séra
Valdimar J. Eylands, forseta félagsins, og fleiri.
Um minn eigin þátt í útbreiðslustarfinu má
nefna ferð sem eg fór til Gimli og til Riverton
í samfélagi með Mrs. Danielson. Eg flutti
nokkur orð á fundi deildanna á báðum þessum
stöðum, og sýndi hreyfimyndir af íslandi sem
eg hafði í för með mér og sem eru eign fé-
lagsins. Einnig flutti eg nokkur orð fyrir
hönd félagsins á íslenclingadeginum á Gimli
s. 1. sumar.
Mrs. Danielson, hefi eg áður minst, og ferð-
anna sem hún hefir gert sér til Glenboro,