Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Blaðsíða 51
ORÐHELDNI
33
hjúkiun dóttur þinnar. Svo er maður-
inn ódrepandi.” Beck læknir þagði
stundarkorn og segir, “Og svo er sam-
viskan. Enginn veit hversu mikið fylgi
goð samviska veitir lífinu, í baráttu
þess við dauðann”.
★
Dan sló öskuna úr pípunni og þagði.
Svo ^eit hann til mín brosandi. “Og nú
getui þu sjálfur dæmt um, hvort loforð
als Valssonar, séu ábyggileg. — Ekki
afði hann gert neinn skriflegan samn-
lng við Robinson”.
Sieppum því”, sagði eg. “En hvað
U® ástamál þeirra Sally og Robinsons”.
Um það er eg með öllu ófróður”.
a& i Tom, að öðru leyti en því, að
em mánuðum eftir að Robinson seldi
vetrarveiðina, giftust þau Sally og Val.
Og hvort sem þú trúir því eða ekki var
eg, og er enn, hæst ánægður með gjaf-
orðið”.
1 þessum svifum kom glóhærður, blá-
eygður risi inn í stofuna. Hann horfði
fast á mig. “Þú munt vera innköllunar-
maður fyrir verkfæra-félagið”, segir
tröllið. Eg játti því, en fanst þó hálft í
hverju minkun að starfinu.
“Og þú munt vera hér í þeim til-
gangi, að fá mig til að skrifa undir lof-
orð mitt um að mæta skuld minni við
félagið. Það er best að ljúka því af, svo
Mr. Custer hafi frið fyrir ykkur”. —
Og Val skrifaði undir; en það var í það
eina skifti sem eg hefi fyrirorðið mig
fyrir að koma mínu fram, þó það væri
skylda mín.
I Haukadal
Eftir Þórodd Guðmundsson frá Sandi
Gengum vér á Gíslahól.
Gráföl skýin huldu sól.
Sáust gnæfa svipstór fjöll.
Sognsins strönd og dalsins völl
prýddu bændabýli væn.
Brosti Seftjörn fagurgræn,
þar sem háðu háskaleik
Haukdælir, er giftan sveik.
Prjó var þessi forna hæð,
fríðleik gædd 1 sinni smæð,
þar sem Vésteins hjarta hneit
hjörinn sá, er hvassast beit.
Aldrei hefir dýrri dreng
dauðinn snert. Með brostinn streng
Gísli fyrir fremsta hlunn
féll, sem hnigi blóðug unn.