Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Blaðsíða 92

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Blaðsíða 92
74 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA menn þeirra, greiddu götu hennar á ýmsan hátt, en þrátt fyrir það, kýs hún þó, að liverfa til föðurhúsa aftur, og dvelst þar á meðan aldur endist, og þar verður það, að hún vinnur mikið og merkilegt starf. Úr utanför sinni kom Málfríður með nokkuð af bókum með blindra letri, og síðar bætti hún stöðugt við þær. Auk dönskunnar, sem hún var vel að sér í, las hún norsku og sænsku, og einnig esperanto sér til gagns og gleði. Líka átti hún kenslubók í þýsku og var far- in að kynna sér það mál. Skömmu áður en hún lést hafði hún keypt sér ritvél, og var komin vel á veg með að notfæra sér hana. Reikningsgáfu hafði hún með afbrigðum góða, reiknaði þung dæmi rétt og mun þó tæpast hafa verið búin, að læra almenn undirstöðuatriði reiknings, er hún níu ára gömul misti bæði sjón og heyrn. Líka undruðust margir, hvílíkt stálminni henni var gefið, og einnig, hve mikið hún vissi og kunni af sögum, ijóðum og als- kyns fróðleik. Málfríður var gædd óvenjulegu and- ans atgjörvi, ekki einungis næmi, skiln- ingi og minni, heldur og, fágætum verklegum hæfileikum. Hygg eg, að á því sviði, muni hún hafa átt fáa sína líka, jafnvel þótt ekki væri tekið tillit til þess, að hún var blind. Ákjósanlegt væri, að geta birt skrá yfir alt, sem hún vann síðustu sjö árin heima í föður- garði, en slíks er enginn kostur, þar sem munir þeir er hún vann, eru nú dreifðir, seldir eða gefnir, um alt land og einnig til Norðurlanda og Vestur lieims. Eg set hér ofurlítinn kafla úr bréfi móður hennar til mín. Þar er að finna allgóða greinargjörð, á hinum merki legu vinnu afköstum hennar, en Jró ekki líkt Jrví nógu fullkomna. Móðir liennar segir: “Þú spyrð um vinnubrögð Fríðu dóttur okkar. Um Jsau get eg ekki sagt nákvæmlega, en Jdó er mér óliætt að fullyrða, að á rneðan hún lagði aðallega fyrir sig, að vefa, hand- klæði, dregla og eldhús þurkur, óf hún tuttugu til tuttugu og fjóra vefi yfir árið, og reglan var, að hafa J)á fimtíu metra langa. En síðustu árin er erfið- ara gerðist að fá efni, og hún fór að vefa fjölþættara, svo sejn bekk- og rúntábreiður, borð og kjóla dúka, sessu- borð, gardínur og fleira, varð metra- fjöldinn ekki eins mikill. Hún vann sjálf að öllu sem að vefnaðinum laut, svo sem rakningu og uppfestingu. Um prjónlesið er ekki heldur hægt að gefa neinar nákvæmar upplýsingar, en Jsað voru, að öllum fanst, mestu undur, hverju hún afkastaði, bæði fyrir heim- ilið og ])að, sem hún seldi og gaf og prjónaði fyrir aðra, mikið af J>essu var alskonar karla-, kvenna- og barnafatn- aður, svo sem kjólar, pils, vesti og peys- ur alskonar, einnig slæður, sjöl og dúk- ar með margvíslegu útprjóni. Hún átti mikið af vefnaðar- og hannyrða bók- um fyrir blint fólk.” Þannig hljóðar frásögn móður henn- ar, en þar með er ekki hálfsögð sagan, aðeins lauslegt yfirlit þess, hve miklu hún kom í verk, en ekkert á }:>að minst, með hvaða snildarbrag alt var af hendi leyst, en ]:>að var einmitt J>að, sem vakti undrun og aðdáun svo margra. Hitt vissu færri, að liún var afkasta- mesta manneskja sveitarinnar, og Jjó víðar væri leitað. Jakobína Johnson skáldkona og fleiri merkir Vestur-íslendingar er hér voru á ferð sumarið 1935, dáðu mjög handbragð hennar, og keyptu hluti af henni til minja. Vinkonum mínum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.