Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Blaðsíða 46

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Blaðsíða 46
28 TIMARIT ÞJÓÖRÆKNISFÉLAGS ISLENDINGA "Eg hefi vaðið í villu og reyk”, segir hann. “Hélt að Sally þætti vænt um mig, og ætlaði að giftast mér. Nú sé eg að það er okkar beggja lán, að hún áttaði sig í tæka tíð.” “Áttaði sig!” segi eg, og var þungt í skapi. “Hvernig veistu að hún hafi ekki tapað áttunum, að það er ekki hún, sem nú veður villu og reyk? Hún fær aldrei samþykki mitt, til að eiga þetta aðskotadýr, sem enginn veit liver er né hvaðan aðkominn.” “Sally er ung og óreynd,” segir Val. “Og ekki er það liennar skuld, að hug- ur hennar snerist frá mér til Mr. Rob- insons. Og af því eg tel þig góðkunn- ingja minn, þætti mér vænt um að þú létir ekki Sally gjalda þess, að eg var þetta flón. Hún er of viðkvæm og sak- laus til að þola stygð og ákúrur frá föður sínurn. Mótþrói og fordómar eldra fólksins reynast aldrei vel, þegar til einkamála hinna yngri kemur. Og metir þú kunningskap okkar að nokkru, skaltu sýna Sally að liún sé sjálfstæð og hafi rétt til, að velja og hafna, þegar til þess kemur að velja sér eiginmann.” Eg sá að, frá Vals hálfu var málinu lokið, og þótti mér vænt um, á parti, hvernig hann tók þessum ungæðishætti stelpunnar. Enda gat eg ekkert að gert. Hún virtist snarvitlaus í þessum Jack Robinson, og hafði almenningsálitið á sinni sveif. — Það væri, svei mér ekki að furða þó ung og falleg innlend stúlka, eins og Sally Custer, tæki glæsi- mennið hann Mr. Robinson, frarn yfir óbreyttan bóndason, og hann Is- lending í tilbót! Robinson vann í búð hér, en var þó fremur stopull við vinnuna. Var á sí- felldu ferðalagi milli Creeksby og Winnipeg, og vissi enginn hvaða er- indi hann rak á þeim ferðum. Um Iiaustið keypti hann netja útgerð og hundalest, og réði menn til fiskiveiða, norður á vatn. Alt var þetta mikið til upp á krít, og sannaðist hér, sem oftar. að sá hefir flest sem kjafta kann. Hér er það á allra vitund, að ekki finnst duglegri maður til flutninga, en Val Valson; og fá hann færri en vilja til að flytja veiði sína að norðan. Því rak margur upp stór augu, þegar það fréttist að Val hefði samið við Robin- son um að flytja fisk hans til Creeksby. — Hér var málefni sem var vert þess að ræða það. Hverskonar ræfill var þessi Islendingur? Fyrst lét hann þennan Robinson ræna sig kærustunni, og síð- an narra sig til að flytja fyrir hann fiskinn, {rví þegar Robinson var orðinn fiskimaður, fór allur glansinn af hon- um. Það gat reynst fremur tap en gróði að semja við hann um vinnu, mann sem tók alt á lán, kunni sjálfsagt ekk- ert til fiskiveiða. Vitaskuld hafði hann ráðið til sín vana fiskimenn; en hvað um það? Það lýsti aulaskap Vals, að hann skyldi á nokkurn hátt binda bagga með Robinson. Fyrri part vertíðarinnar aflaðist lít- ið, og Val ásetti sér, að gera aðeins eina ferð út í ver Robinsons. Þó drátt- ar-útvegur hans væri ekki nógur til þess, var honum gefið, að ráða alla þá rnenn og hesta, sem hann þarfnaðist. Allir vildu vinna fyrir Val, ekki síst ef hann var sjálfur með. Með þessu fyrir komulagi var Val frí, að flytja fyrir aðra þar til kom að því, að sækja fisk Robinsons. Aðal atriðið var, að fiskur- inn átti að vera kominn inn til Creeks- by fyrir fyrsta dag marsmánaðar, því þann dag voru sajnningar uppi milli Robinsons og þeirra sem keyptu af honum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.