Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1948, Blaðsíða 39
RÍKARÐUR J6NSSON SEXTUGUR________ 21
skemmt með söng og rímnakveðskap
bæði á samkomum og í heimahúsum.
Hann er einnig skáld gott og hefir
ort prýðileg kvæði og þjóðleg, og er
það eigi að undra, jafn föstum fótum
og djúpum rótum og hann stendur í
jarðvegi íslenskrar menningar .
Sonarlega og fagurlega yrkir hann
um æskustöðvar sínar í kvæðinu “Aust-
urland” (1912), en þetta er upphafser-
indið:
Austurland er Eden jarðar,
æsku minnar paradís.
Þar eg glaður gætti hjarðar,
grét og söng við blóm og ís.
begar speglar fjörður fagur
fjöll og sveit og hamratind,
æðri sýn leit enginn dagur,
eilífs sér þar fyrirmynd.
Að þeir ástareldar til ættstöðvanna
hafa eigi fallið í fölskva með árunum,
er auðsætt af því, að fyrir eitthvað
tveim árum síðan orti hann þessar átt-
hagavísur:
Fyrnist slóð um fjöll og sand,
fýkur í gömlu sporin.
Alltaf þrái eg Austurland,
einkum þó á vorin.
Það er autt um þessa strönd,
Þó að aðrar fenni.
Er sem rnáttug ástarhönd
um mig greipar spenni.
stöku og því ferskeytlan tiltæk, eins og
fleiri löndum hans; sem dæmi þess
fylgja hér tvær af lausavísum hans, í
ólíkum tóntegundum, segir hin fyrri
til nafns, en hin síðari nefnist “Mann-
lýsing”:
Andvakan er ekkert spaug,
örg og hvimleið vofa.
Eg má glíma einn við draug,
er aðrir fá að sofa.
Refs er auga, refs er tönn,
refs er nef og glottið.
Þessi líking þykir sönn,
þó hann vanti skottið.
Miklu er Ríkarði þó nær skapi og
hugstæðara að minnast þess, sem vel er
gert og drengilega, eins og kvæðið
“Sandfok” ber kröftugt vitni, en til-
efni þess og undirstraumur er aðdáun-
in á þjóðnýtu ævistarfi Gunnlaugs
Kristmundssonar sandgræðslustjóra.
Lýsir kvæðið, sem er tilþrifamikið,
hólmgöngu hans við óvættina — sand-
fokið — og er lýsingin á ásókn hennar
rneðal annars á þessa leið:
Hún gnagar og sagar og sverfur
og flær
svörðinn með eik og runni.
Hún brýnir og sýnir beittar klær,
bjarkirnar klýfur og molar og slær,
uns lendan öll er sem úfinn sær,
örfoka niður að grunni.
“Kattargælu” hefur hann kveðið í
rammþjóðlegum stíl, þar sem kisu er
lýst með lífi og lit, fjöri og fyndni.
Snilldarbragur er á Álfadans-kvæði
hans, sem sungið var á Djúpavogi á
Þrettándakvöldi 1923, og nær höfund-
ur þar vel þjóðkvæðablænum.
Ríkarði er létt um að kasta fram
Ríkarður er maður vinfastur og hið
mesta trygðatröll, því hefir honum og
eðlilega verið nærri höggvið, þá er
hjartfólgnir vinir hans og mikilsmetn-
ir hafa að velli fallið, enda hefir hann
minnst ýmsra þeirra hjartanlega og
fallega í Ijóði, svo sem Aðalsteins Sig-
mundssonar kennara og Sigvalda