Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Síða 68

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Síða 68
50 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA Ef ÖIl þessi atvik eru þættir úr lífi sama manns, þá virðist maður- inn hafa verið ofsamaður mikill, stundum í uppreisn gegn, stundum við æðstu völd í kirkjunni móður sinni. Flestir, sem um kvæðið og höfundinn hafa skrifað, hafa ekki dregið þenna rómantíska æfiferil Eysteins í efa. En síðasti útgefandi kvæðisins, Guðbrandur Jónsson, skildi syndarann og uppreisnar- manninn frá hinum æruverða kirkjuhöfðingja og ánafnaði höfð- ingjanum kvæðið. Síðan hefur Gunnar Finnbogason bent á það (Á góðu dœgri 1951), að fyrsti helmingur 14. aldar virðist hafa verið tími, þar sem töluvert illgresi greri upp í ökrum kirkjunnar og klaustranna eins og raunar vænta mátti eftir hinn mikla sigur hennar í togstreitunni um löndin (staðina, Staða-Árni) í landinu, laust fyrir 1300. Líka hefur verið bent á það, að Arngrímur ábóti Brandsson á Þingeyrum, áðurnefndur höfundur Guðmundardrápu, virðist hafa gert uppreisn gegn kirkjunni og fengið uppreist af henni alveg eins og Eysteinn. Það sem athyglisverðast er: þeir virðast eigi aðeins hafa verið félagar er þeir börðu ábótann í Þykkvabæ, heldur verður Arn- grímur fyrstur manna til að meta Lilju með því að stæla hana, eins og Guðmundardrápa hans sýnir. Lilja, hundrað erinda hrynhend drápa, hefur jafnan verið talin ort til dýrðar Máríu mey; nafnið Lilja og erindafjöldinn: jafnmörg erindi og í Máríubæninni Ave Maria, hefur hvorttveggja þótt benda á það. En Guðbrandur Jónsson bendir á það, að aðeins tíu hundruðustu af erind- unum (86—95) fjalli um Máríu sér- staklega, en á öðrum stöðum í kvæðinu tileinkar höfundurinn það Guði, Kristi, eða Kristi og Máríu. í raun og veru er kvæðið saga ver- aldar eins og vestræn kristni skildi hana og eins og hún hefur verið sögð í óteljandi kvæðum af svipuðu tæi. Eftir ákall á Guð og Máríu byrjar kvæðið söguna með sköpun og falli englanna, segir síðan frá sköpun Adams og Evu, freistingu þeirra og falli. Þá kemur boðun Máríu, og fæðing Krists. Þá er sagt frá freistingu Krists og því, sem er veigamesti kafli þessarar veraldar- sögu, pínu hans og dauða. Þessi kafli verður í miðri drápunni þar sem stefin tvö mætast: Sé þér dýrð, með sannri prýði sunginn heiðr af öllum tungum eilíflega. Með sigri og sælu sœmd og vald þitt minnkist aldri. Æfinlega með lyktum lófum lof ræðandi á kné sín bœði skepnan öll er skyld að falla, Skapari minn, fyrir ásján þinni. Þar getur líka að líta sorgandi móður hans, mater dolorosa: Höfuðdrottningin harmi þrungin, hneigð og lút, er skalf af sútum, færðist nœr, þá er fell úr sárum fossum blóðið niðr á krossinn. Þrútnar brjóst, en hjartað hristist, hold er klökkt, en öndin snöktir, —- augun tóku að drukkna drjúgum döpur og móð í táraflóði. Næst kemur niðurstigningarsagan, þá upprisan og loks dómsdagur.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156
Síða 157
Síða 158
Síða 159
Síða 160
Síða 161
Síða 162
Síða 163
Síða 164
Síða 165
Síða 166
Síða 167
Síða 168
Síða 169
Síða 170
Síða 171
Síða 172
Síða 173
Síða 174
Síða 175
Síða 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.