Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Qupperneq 80

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Qupperneq 80
62 TÍMARIT ÞJÓÐRÆKNISFÉLAGS ÍSLENDINGA kvæði þau er honum hafa verið eignuð hafi kannske ekki alveg jafnazt á við Lilju og Passíusálmana, það bezta fyrir og eftir daga hans. Hitt er ljóst, að skáldfrægð hans mun hafa lítið gott af því, að tak- marka trúverðug kvæði hans við Píslargrát (í hrynhendu) og Davíðs- dikt (þ. e. 51. sálm Davíðs, á latínu Miserere undir Ljómahætti) eins og Jón Helgason vill gera. Að vísu er bættur skaði þótt Niðurstigningar- vísur og Krossvísur sé ekki eignaðar honum, en þegar Ljómur fara sömu leið er hætt við að fari að sneiðast um skáldfrægð hans, því þær eru tvímælalaust bezta kvæðið, sem honum hefur verið eignað. Ljómur fjalla um sköpun, synda- fall, endurlausn, upprisu og efsta dag eins og Lilja og slaga hátt upp í það kvæði að skáldlegu gildi. Þær eru ortar undir sama hætti og Skáld- Sveinn notar, líklega fyrstur manna, í Heimsósóma af ámóta mikilli list og höfundur Ljóma. Því hlýtur sú spurning að vakna, hvort Ljómur séu þá ekki frekar eftir Skáld-Svein en Jón Arason, því að tæplega er hægt að telja að Davíðsdiktur Jóns, þriðja kvæðið undir þessum hætti, þótt gott sé, jafnist á við hin stór- kvæðin tvö, og er það þó ekki af því, að Jón noti ekki háttinn þar af snilld, því að undir kvæðislokin bregður hann þar á rímleik, sem engin dæmi finnast til í stærri kvæðunum. En ef þessa væri rétt tilgetið væri Skáld- Sveinn en ekki Jón Arason vafalaust bezta skáld aldarinnar og þá líklega skapari þessa skrautlega háttar. Eitt atriði í Ljómum gæti bent til þess að þær væri ekki eftir rétt- trúaðan kaþólskan biskup, því að maður skyldi ætla að hann mundi öðrum fremur vaast að fara í þver- bága við kenningar kirkju sinnar og boða mönnum villutrú, en það gerir höfundur Ljóma, hver sem hann er, þar sem hann lætur Máríu og Jóhannes postula á efsta degi Þiggja jafnvel útskúfaða undan allri hegningu og senda þá í sveit útvaldra: Þau frá eg þetta þágu þýð og Jóhannes hœði mildust Máría frú, fólk frá fyrri plágu af feikna grimmd og æði að leiða á liknar brú; þeirra líkn mun lengst um heiminn ganga, þau linuðu þannin vora ánauð stranga, síðan gjörir oss fjandinn aldri að fanga, fastr í ánauð alla æfi langa. Þótt ég þekki engin dæmi um slíka sáluhjálp öllum til handa í kaþólskum sið, þá er alls ekki víst að slíkt hafi verið einsdæmi á meðan að Máría var og hét. Dæmið sýnir, að höfundur Ljóma hefur verið bjartsýnn maður, og mætti það ein- kenni vel eiga við Jón Arason eins og ráða má bæði af sögu þeirri er af honum gengur og af kveðskap hans hinum veraldlega. Hann er glaður, reifur og glettinn næstum fram í andlát sitt, og eins og Egill Skallagrímsson og Þórbergur Þórð- arson hefur hann kunnað þá vanda- sömu list, að henda gaman af sjálf- um sér. Þó kunni hann líka að reiða svipu heimsádeilunnar, ef í það fór:
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143
Qupperneq 144
Qupperneq 145
Qupperneq 146
Qupperneq 147
Qupperneq 148
Qupperneq 149
Qupperneq 150
Qupperneq 151
Qupperneq 152
Qupperneq 153
Qupperneq 154
Qupperneq 155
Qupperneq 156
Qupperneq 157
Qupperneq 158
Qupperneq 159
Qupperneq 160
Qupperneq 161
Qupperneq 162
Qupperneq 163
Qupperneq 164
Qupperneq 165
Qupperneq 166
Qupperneq 167
Qupperneq 168
Qupperneq 169
Qupperneq 170
Qupperneq 171
Qupperneq 172
Qupperneq 173
Qupperneq 174
Qupperneq 175
Qupperneq 176

x

Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga
https://timarit.is/publication/895

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.