Tímarit Þjóðræknisfélags Íslendinga - 01.01.1954, Page 112
Bækur
Thomas Hardy:
TESS, AF D’URBERVILLE-
ÆTTINNI
Snæbjörn Jónsson, rithöfundur og
skáld, þýddi þessa bók og gaf út
árið 1942. Upplagið seldist á skömm-
um tíma, og er bókin nú endur-
prentuð á ný. Þetta er ein sú vand-
aðasta útgáfa, sem ég minnist að
hafa séð af nokkurri skáldsögu.
Letrið er stórt, pappírinn ágætur og
fjöldi góðra mynda. Als er bókin um
600 bls. að meðtöldum formála og
ágætum inngangi um höfundinn og
verk hans. Snæbjörn er víst eini ís-
lendingurinn, sem lagt hefir sér-
staka stund á, eða sökkt sér ofan í
verk Hardy’s, enda hefir hann þýtt
þau bæði í bundnu og óbundnu máli.
Ég veit með vissu, að hann hefir
einnig þýtt The Return of the
Native, sem bókmentamenn setja,
ef til vill, framar en Tess. En þó
undarlegt megi virðast, hefir enn
ekki fengist að henni útgefandi.
Heyrt hefi ég og að eitt af betri
skáldunum heima eigi í þýðingu, en
óprentaða, The Woodlanders, sem
mér persónulega þykir vænst um af
sögum Hardy’s, eða svo fanst mér,
þegar ég var helmingi yngri og las
þær, sumar.
Hvorki hefi ég rúm né getu til
þess að kryfja þessa risasögu sem
skyldi. Hún er saga gáfaðrar og
saklausrar sveitastúlku, sem lendir
í höndunum á þrælmenni, sem sví-
virðir hana og hundeltir þangað til
hinni stuttu ævi hennar lýkur í há-
marki mannlegra hörmunga. —
Sagan er auk þess ömurlega skýr
mynd hinnar óhemjulega margskiftu
stéttaskiftingar innan þjóðfélagsins,
sem liggur tröppu af tröppu frá
fjósamanninum og vinnukonunni og
upp í hástéttirnar. En einkum er þó
djúpt höggvið að tvíhyggjunni í hin-
um svonefndu siðferðis- eða kyn-
ferðismálum. Prestssonurinn, sem
Tess að lokum giftist eftir langsótt
bónorð, telur sjálfan sig svo frjáls-
lyndan, að hann geti ekki gengið í
þjónustu kirkjunnar, en verður þó
svo hneykslaður, að hann getur ekki
hugsað til að búa með konunni,
eftir að hún hafði sagt honum harm-
sögu sína um nauðgunina og barnið,
sem af því leiddi. Hafði hann þó í
sömu andránni játað henni, að hann
hefði um eina tíð legið í svalli með
skækjum.
Þýðing Snæbjarnar er víst eins
góð og verður ákosið. Hardy er
ekkert lamb að leika sér við. Bæði
er það, að frá íslensku sjónarmiði
a. m. k., er stíll hans nokkuð þung-
lamalegur; setningarnar langar og
innofnar, verða því oft að leysast
upp, ef vel sé, og svo eru mállýsk-
urnar, sem engar samstæður eiga
sér í íslensku máli, sem betur fer.
Beatrice Harraden:
SKIP SEM MÆTAST Á NÓTTU
Þýðandi Snœbjörn Jónsson
„Saga sem ekki er í neinn rudda-
skapur, ekkert klám, saga sem þorir
að tala um hugsjónir . . . .“, er haft
eftir íslenskri greindarkonu um
þessa bók. Þetta er náttúrlega ekkert