Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Blaðsíða 11
fjölbreyttur hópur á öllum sviðum tæknifræðinnar sem á það sameiginlegt að starfa
undir starfsheitinu tæknifræðingur.
Þátttaka TFI í starfi Endurmenntunarstofnunar Háskóla Islands á liðnum árum hefur leitt
til aukins námskeiðaframboðs sem þó mætti vera enn meira, en þar ræður líka lögmálið
um framboð og eftirspurn. Þá mættu félagsmenn lika vera duglegri við að koma
ábendingum um námskeið til félagsins.
Meðal helstu nýjunga á liðnu ári í starfi félagsins voru útsendingar frá samlokufundum
TFI /VFI til Akureyrar, Egilsstaða, Isafjarðar, Reyðarfjarðar, Iðntæknistofnunar og fleiri
staða. Þegar best lét voru fundir sendir út til sjö staða og voru gestir fundanna rúmlega
200. Góð þátttaka félagsmanna á fundum og ráðstefnum félagsins er okkur sem störfum
innan þess mikil hvatning til frekari starfa.
Með aukinni tæknivæðingu og sífellt fleiri möguleikum á hraðari samskiptaleiðum milli
félagsmanna og skrifstofu vænti ég þess að TFÍ muni eflast enn frekar á komandi árum
sem muni síðan leiða til þess að félagsmenn taki enn frekari þátt í starfi félagsins.
INNGANGUR RITSTJÓRA
Fram til þessa hefur árbók VFÍ/TFÍ, að undanskilinni kápu, verið ___________
prentuð í svart-hvítu en í ár birtist hún í lit. Áhersla hefur verið Ragnar Ragnarsson
lögð á að bókin væri sem best úr garði gerð að því er varðar útlit, rjtstjóri Arbókar vf(/tf(
svo ekki sé minnst á efnisinnihald. Því var auglýsingastofan Hér 2001-2002
og nú ehf. fengin til að gera tillögu að litasamsetningu, bæði á --------
kápu og innsíðum, og leturgerðum og leturstærðum ásamt fyrir-
komulagi mynda á síðum. Umbrot bókarinnar er því töluvert
frábrugðið því sem áður hefur verið.
Ákveðið var að stytta bókina töluvert, sérstaklega á kostnað félagsmálakaflans og með
því að takmarka aðra kafla að vissu marki. Það kemur að vísu ekki mikið að sök að stytta
kaflan um félagsmál því að á vefsíðum félaganna er hægt að nálgast ýmislegt efni um þau
mál, en þess má hér geta að félagslífið í ár hefur síður en svo verið gróskuminna en áður
í báðum félögum. Sumir málaflokkar, svo sem nokkrar skýrslur fastanefnda og deilda
félaganna, eru ekki teknir fyrir í árbókinni að þessu sinni en verða teknir fyrir í næstu
árbókum.
Áhugi vísindamanna fyrir því að láta birta eftir sig greinar hefur aukist til muna og í
fyrsta skipti þurfti, því miður, að vísa nokkrum greinum frá eða láta þær bíða til næsta
árs vegna plássleysis í bókinni. Sömuleiðis komust færri fyrirtæki að í kynningarkafla
fyrirtækja og stofnana en í boði voru. Tækniannállinn er í stórum dráttum með svipuðu
sniði og áður, þótt þar gæti reyndar dálítillar nýlundu í efnistöku.
Það er von ritstjóra að félagsmenn verði sáttir við nýtt útlit bókarinnar og njóti þess efnis
sem hér er boðið upp á.
Hákoni Ólafssyni, formanni VFÍ, og Jóhannesi Benediktssyni, formanni VFÍ, ásamt
öðrum félagsmönnum sem lögðu hönd á plóginn, er þakkað fyrir gott samstarf við gerð
árbókarinnar. Loga Kristjánssyni framkvæmdastjóra og öllu starfsfólki á skrifstofu félag-
anna er þakkað ánægjulegt samstarf á árinu. Pétri Astvaldssyni er þakkað fyrir ná-
kvæman prófarkalestur.
Höfundum vísinda- og tæknigreina er þakkað fyrir vandaðar greinar og ritrýnendur
vísindagreina eiga jafnframt þakkir skildar. Loks er fyrirtækjum og stofnunum þakkað
fyrir fróðlegar kynningar- og tæknigreinar og fjárframlög við gerð bókarinnar.
F o r m á I a r
7