Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Qupperneq 320
Mikil þróun hefur átt sér stað á þessu sviði síðan Beranek setti fram ofangreindar skil-
greiningar. Þróunin er nátengd auknum skilningi á því hvernig tengja má saman raun-
verulega góðan skynjaðan hljómburð fyrir mismunandi tónlist, tölvuforritum sem geta
gert nákvæm hljóðtæknileg líkön af tónlistarsölum, áður en þeir eru byggðir, jafnvel
þannig að hægt er að hlusta á tónlist sem líkt er eftir í forritinu.
Það er ekki á allra færi að skilja þau hugtök og niðurstöður þeirra hljóðtæknilegu mæl-
inga sem notuð eru til að meta og greina frá hljóðtæknilegum eiginleikum rýma í bygg-
ingum. I raun er túlkun og tjáning á hljóðtæknilegum eiginleikum oft ónákvæm. Góðu
heilli er þó hægt að mæla marga þætti hljóðs og hljómburðar til samanburðar við mann-
lega skynjun og mat. A grundvelli þessa hafa verið settar fram skilgreiningar á mælan-
legum eiginleikum tónlistarsala, sem samræmast mjög vel skynjun og mati reyndra tón-
listarhlustenda. Hér fer á eftir lýsing á nokkrum algengum mælingum sem notaðar eru
til að ákvarða mikilvæga þætti hljómburðarmengisins.
• % ALCONS er mælt prósentuhlutfall Articulation Loss of Consonants hjá hlustanda. % ALCONS sem mælist 0%
til 3% gefur til kynna mikinn skýrleika og háa skiljanleikagráðu talaðs máls, þannig að ekkert tap er á skilningi
heilla talaðra setninga. Á hinn bóginn gefur % ALCONS sem mælist 10% og hærra til kynna minnkaðan skýrleika
og skiljanleikagráðu talaðs máls. % ALCONS sem mælist 15% er hámarkstap sem hægt er að sætta sig við.
% ALCONS er fundið út frá hlutfallinu milli mælds hljóðafls sem berst hlustandanum beint frá hljóðgjafanum og
heildarhljóðafls sem berst hlustandanum frá sama hljóðgjafa.
• Aðrar mælingar á skiljanleikagráðu talaðs máls eru STI Speach Iransfer Index og RASTI Rapid Speach Transfer
Index, en til að gera þær mælingar þarf sérhæfðan búnað sem annarsvegar býr til staðlað hljóðmerki sem líkir
eftir mannsrödd og hinsvegar viðtökutæki með innbyggðri tölvu sem tekur við hljóðinu og reiknar út STI eða
RASTI eftir því sem við á. Algengast er að mæla RASTI, sem byggir á einfaldara hljóði en STI, en er þó nógu
nákvæmt til að leggja mat á skiljanleikagráðu talaðs máls.Til að ákveða megi skiljanleikagráðu talaðs máls á
fljótlegan hátt í ákveðnum sal eða hversu gott hljóðkerfi er, hefur verið þróað sérstakt tæki sem er kallað RASTI
skynjari. RASTI-skynjarinn reiknar út RASTI-gildi sem er tala á milli 0 og 1. Notaðar eru 4-5 mótunartíðnir í hljóðinu
sem sent er frá hljóðgjafanum og eru þær athugaðar af skynjaranum á
. tveimuráttundartíðnibilum þ.e.meðmiðjutíðnum 500Hzog 2000Hz.Gera
RASTI Skiljanleiki 1 y
má RASTI-mælingar víða í viðkomandi sal og teikna ISO-RASTI kúrfur til að
sýna hvernig tal skilst á mismunandi stöðum í salnum. Samband á milli
RASTI-gildis og skiljanleikastuðla fenginna með hlustunaraðferðum hefur
mikið verið rannsakað. Samsvörun er á milli þessara aðferða og einnig hefur
komið í Ijós að ekki skiptir máli um hvaða tungumál er að ræða.Taflan hér
til hliðar sýnir samsvörun á milli RASTI gilda og skiljanleikagráðu talaðs
máls:
• Þá ber að nefna hér Lágtónahlutfall Bass Ratio (BR) sem er hlutlæg viðmiðun hins huglæga hugtaks„hlýleika" í
hljómburði. Þetta er hlutfall milli ómtíma á lágtíðniáttundunum 125 Hz og 250Hz og ómtímans á miðtíðni-
áttundunum 500 Hz og 1000 Hz.Óskgildi BR er 1,1 til 1,25 fyrir sali sem hafa langan ómtíma.Óskgildið er hins
vegar 1,1 til 1,45 fyrir sali þar sem ómtíminn er 1,8 sek og styttri.
• C80, C50 (dB)-Clarity eða C stuðullinn (Skýrleikastuðullinn) er logaritmahlutfall snemm- til seintkomandi
hljóðafls til áheyranda.Tölurnar C80 og C50 tákna tímatakmörkin. Skýrleikinn miðast við tímann á milli þessara
tveggja viðburða, snemmkomandi hljóðafls og seint komandi hljóðafls. Fyrir tónlist er stuðullinn 80 msek (C80)
og fyrir talað mál 50 msek (C50).
• Skilgreining á D50 er hlutfallið á milli snemmkomandi hljóðafls og heildarhljóðafls til áheyranda í línulegum
skala. Milli D50 og C50 er einfalt stærðfræðilegt hlutfall.
• Hljóðdreifing (Diffusion) Allir góðir tónlistarsalir, bæði stórir og litlir, hafa ójöfnur á endurkastsflötum, svo sem
bogna framhlið svala, ójöfnur í lofti og fleira sem dreifir hljóði þannig að hljóðmynd áheyrandans verði jöfn og
þétt án þess að ákveðin endurköst skeri sig úr.
0-0,3 Lítill sem enginn
0,3-0,45 Lítill
0,45-0,6 Sæmilegur
0,6-0,75 Góður
0,75-1 Mjög góður
3 1 6
Arbók VFÍ/TFÍ 2002