Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Blaðsíða 321
• Ómtími snemmkomandi endurkasta (EDT) til áheyrandans er ómtími í sekúndum,sem reiknaður er frá mældri
hallatölu fyrstu 10 dB hljóðstyrksfalls eftir að hljóðáreiti hættir. EDT tilsvarar betur hinni huglægu ómtímatil-
finningu,en ómtíminn RT sem miðar við hallatölu 60 dB styrkfalls.
• Upphaflegur tímamunur (ITDG, tl) er tímamunurinn í msekúndum milli þess að beina hljóðið nær til áheyrand-
ans í sæti sínu í viðkomandi sal og að fyrsta ákveðna endurkastið nær til hans. Þetta tilsvarar hinni huglægu til-
finningu nánd (Intimacy).
• Mismunar heyrnarstuðull (Interaural Cross Correlation Coefficient (IACC) er mælikvarðinn á mismun á hljóði
sem berst eyrum áheyranda sem snýr sér að flytjanda í tónleikasal. IACC er venjulega mælt með gervihöfði.
• Með Nánd er átt við að tónlist í stórum sal hljómi hjá áheyranda eins og í litlum sal væri. Áheyrendur eiga að
upplifa nándartilfinningu við flytjendur tónlistar.
• Ómtími (RT) er sá tími sem það tekur styrk háværs hljóðs að falla um 60 dB eftir að hljóðgjafinn er stöðvaður.
Styrkbreytingin er mæld við styrkbreytingu frá -5dB til -35 dB (RT30) eða frá -5 til -25 dB (RT20) miðað við línu-
lega aðlögun hallatölu. Ómtíminn RT er algild viðmiðun hljóðsviðs í rýmum. Langur ómtími gefur tónlist fyllingu
og syngjandi óm, en veldur vanda að því er varðar skiljanleikagráðu talaðs máls.Ýmsir aðrir eiginleikar en ómtími
hafa áhrif á huglæga upplifun eiginleika rýmis. í tveimur sölum þar sem ómtíminn er jafn og um er að ræða sams-
konar hljóðflutning getur verið um að ræða mjög ólíka upplifun áheyranda.
• Víðfemi (Spaciousness) er tryggð af snemmkomandi hliðarendurköstum hljóðs til áheyranda miðað við hljóðið
sem berst beint frá flytjanda.
• Sviðsstuðningur (Stage Support) STl er mæling á styrk hljómsveitarhljóðs sem endurkastast frá nærliggjandi
endurkastsflötum til eyrna tónlistarfólksins í hljómsveitinni. ST1 er mælt hlutfall milli hljóðorku sem nær eyra tón-
listarmanns á sviðinu fyrstu 10 msekúndurnar og hljóðorkunnar sem nær sama eyra á tímabilinu 20 til 100
msekúndur. Hljóðgjafinn er hljóðgjafi sem sendir hljóð jafnt í allar áttir og er staðsettur í 1 metra fjarlægð frá
mælistað við eyra. Hljóðið sem berst mælitækinu á síðara tímabilinu hefur þegar endurkastast frá endurkasts-
flötum sviðs og salar. Mælingarnar eru gerðar á nokkrum stöðum á sviðinu og meðaltal niðurstaðna reiknað.
• Styrkur (Strength) G er skilgreindur sem mismunurinn á milli hljóðstyrks í dB hjá áheyranda í salnum og
frísviðshljóðstyrk sama hljóðgjafa í 10 metra fjarlægð frá miðju hljóðgjafans á sviðinu.
• Hljóðáferð (Texture) er hin huglæga hljóðupplifun áheyranda þegar röð af snemmkomandi hljóðendurköstum
berst honum til eyrna ásamt beina hljóðinu frá hljóðgjafa.Góð hljóðáferð verður til þegar mörg snemmkomandi
svipað sterk hljóðendurköst berast áheyrandanum,en ekki með nákvæmlega sama millibili og þannig að ekkert
eitt endurkast yfirgnæfi hin.
Af ofangreindum þáttum má sjá að mæla má eiginleika tónlistarsala og að mælingarnar
gefa vísbendingu um huglæga upplifun áheyrenda í viðkomandi sal. Þetta opnar leið til
að gera nákvæm rafræn módel af óbyggðum tónleikasölum og er nú til margbreytilegur
hugbúnaður til þeirra verka.
Þegar hanna skal tónleikasal er miðað við að ná árangri, samanber það sem að ofan er
sagt, og þá miðað við ákveðna tegund tónlistar. Eigi að gera salinn þannig úr garði að
hann henti til flutnings mismunandi tónlistar þarf hann að vera með því móti að hægt sé
að breyta byggingartæknilegum þáttum svo að eiginleikar salarins breytist. Þetta er oft
gert með því að breyta rúmmáli sala og endurkasts-
eiginleikum lofts og veggja í salnum en ómtíminn
ræðst af rúmmálinu auk notkunar hljóðísogsefna.
Að geta breytt sölum á þennan hátt er bæði erfitt í
framkvæmd og dýrt. Eins og áður er sagt er það fjöl-
margt annað en ómtími sala sem ræður gæðum
hljómburðarins. Engu að síður er miðað við ákveð-
inn ómtíma fyrir mismunandi not og mismunandi
rúmmál leikhúsa og tónlistarsala, samanber töfluna
hér til hliðar.
Gerð flutnings RT (sek)
Orgeltónlist Meira en 2,5
Rómantísk klassísk tónlist 1,8-2,2
Gömul klassísk tónlist 1,6-1,8
Óperutónlist 1,3-1,8
Stofutónllst (Chamber Music) 1,4-1,7
Dramaleikhús 0,7-1,0
Tækni- og vísindagreinar
3 1 7