Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Side 298
Tilgangurinn var að kortleggja sem nákvæmast fyrrnefnt misræmi milli hönnunarálags
og mælinga eftir álagstegundum, m.a. með hliðsjón af því hvort e.t.v. væri ástæða til að
endurskoða núverandi hönnunarforsendur, einkum varðandi fjölbýlishúsaálag.
Niðurstöður athugunarinnar voru að lokum bornar saman við mælingar á íbúðaálagi,
sem gerðar voru í desember 2000 og janúar 2001 [3].
Kerfislíkan
Grunnlíkan fyrir lágspennustreng er sýnt á mynd 1. Gert er ráð fyrir að lágspennu-
strengir séu fjögurra víra með 400 V spennu milli fasa. Yfirleitt eru úttök miðuð við úti-
varskápa en ef skápar á tilteknum lágspennustreng eru margir má velja saman tvo eða
fleiri í hvert úttak. Til þess að minnka líkur á að spennufall verði vanreiknað er álag milli
tveggja úttaka látið tilheyra því úttaki sem liggur
utar á strengnum, þ.e. fjær dreifistöð.
Notað var Excel-reiknilíkan, hliðstætt því sem þróað
hefur verið við fyrri athuganir á dreifikerfinu [4], [5].
Strenggerðir og lengdir einstakra strenghluta ásamt
fjölda úttaka á streng eru fastur hluti þeirra upp-
lýsinga sem mynda inngangsstærðir í reiknilíkanið.
Breytilegi hlutinn felst í upplýsingum um álagið á
hverju einstöku úttaki. Akveðinn sveigjanleiki er þó
í reiknilíkaninu, þannig að auðvelt er að kanna áhrif
þess m.a. að breyta um strenggerðir.
Lágspennustrengur 1—| 400V Lengd
1 1 Dreifistöö ' V Strenggerö 2 Úttök N- -1 N /
IMynd 1. Kerfislíkan fyrir lágspennustreng.
Álagsforsendur
Við ákvörðun á álagi í lágspennukerfinu var stuðst við niðurstöður úr mælingum á
íbúðaálagi, sem gerðar voru fyrir nokkrum árum [6], [7]. Mælingarnar tóku til þriggja
mismunandi álagsflokka eða tegunda notkunar, þ.e. einbýlishúsa, raðhúsa og fjöl-
býlishúsa. Reiknaðar voru langæislínur fyrir meðaltalsnotkun í hverjum álagsflokki. Auk
þess voru reiknaðir samtímastuðlar fyrir hverja tegund notkunar.
í þeirri athugun sem hér er fjallað um, þar sem áherslan var lögð á að bera saman áhrif
tvenns konar hönnunarstuðla á spennufall, straumálag og afltöp í lágspennukerfinu, var
látið nægja að kanna hegðun kerfisins við mesta álag. Það má skilgreina sem toppgildi á
langæislínu fyrir viðkomandi álagsflokk.
Við skiptingu álags á einstök úttök var stuðst við fjölda og gerð íbúða á hverju úttaki og
útreikninga á tilsvarandi samtímastuðlum álagsins. Gert var ráð fyrir að álagið væri óháð
spennu, þ.e. fast afl. Lægri spennu er þá mætt með hærri straum og öfugt. Miðað var við
hönnunargildi aflstuðuls, sem er 0,85, en einnig var til samanburðar reiknað með aflstuðli
0,90 og 0,95.
Gert var ráð fyrir að lágspennustrengir væru reknir á 400 V netspennu í fjögurra víra
stjörnutengdu kerfi. Spennufall var reiknað út frá fastri spennu, 1,0 p.u., við dreifistöð.
Við mat á straumgetu (straumþoli) lágspennustrengs var miðað við leiðbeinandi gildi frá
framleiðanda.
Hönnunarstuðlar
Tilgangur þessarar athugunar var að bera saman tvö mismunandi sett hönnunarstuðla
og áhrif þeirra á spennufall, straumstyrk og afltöp í lágspennustrengjum. Annars vegar
er um að ræða stuðla að sænskri fyrirmynd, sem notaðir hafa verið um árabil við hönnun
dreifikerfisins og eru hér á eftir kallaðir hönnunarstuðlar (li). Hins vegar eru stuðlar sem
2 9 41 Arbók VFl/TFl 2002