Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Blaðsíða 153
Umhverfis- og heilbrigðisstofa
Stofan varð formlega til 1. janúar 2002 og undir hana heyra margvísleg verkefni sem
tengjast öll umhverfi og hollustu en heyrðu áður ýmist undir Heilbrigðiseftirlit
Reykjavíkur eða borgarverkfræðing. Markmiðið með stofnun hennar er að auka vægi
umhverfismála í stjórnkerfi borgarinnar. Umhverfis- og heilbrigðisstofa er til húsa að
Skúlagötu 19. Ellý K. J. Guðmundsdóttir er forstöðumaður stofunnar og Örn Sigurðsson
skrifstofustjóri.
Garðyrkjudeild
Garðyrkjudeild annast viðhald allra skrúðgarða borgarinnar sem og trjágróðurs og
blómabeða á opnum svæðum og stofnanalóðum. Deildin sér um nýbyggingar leiksvæða
og útivistarsvæða og annast gróðursetningar trjábeða á grænum svæðum. Garð-
yrkjudeild hefur umsjón með og annast ræktun og gerð náttúrustíga í útmörkinni, þ.e. á
skógræktarsvæðum og stöðum þar sem náttúrulegt yfirbragð er látið halda sér í megin-
atriðum. Ræktunarstöð Garðyrkjudeildar sér um ræktun trjáplantna, sumarblóma og
kálplantna fyrir borgargarðana. Garðyrkjudeild sér um rekstur skólagarða og leigu garð-
landa til matjurtaræktunar auk þess að reka Grasagarð Reykjavíkur.
Hreinsunardeild
Hreinsunardeild annast sorphirðu í borginni, aðallega frá heimilum og atvinnu-
fyrirtækjum, og hefur umsjón með þjónustusamningum við Sorpu bs. um rekstur endur-
vinnslustöðva. Deildin hefmr undanfarið gert tilraunir með ólíkar innsöfnunaraðferðir á
sorpi og í samræmi við niðurstöður þeirra tilrauna er nú verið að taka upp nýtt
tíðni/rúmmálskerfi fyrir sorphirðu í borginni.
Hollustuhættir
Deildin annast eftirlit með hollustuháttum og öryggismálum í fyrirtækjum sem veita
almenningi þjónustu, svo sem sundlaugum, íþróttahúsum, skólum, leikskólum og barna-
gæslu, gisti- og skemmtistöðum, snyrtistofum, félags- og heilbrigðisstofnunum, hvort
sem um er að ræða opinberar stofnanir eða einkafyrirtæki. Deildin hefur með höndum
útgáfu starfsleyfa í þeim fyrirtækjaflokkum sem heyra undir hana og gefur umsagnir til
lögreglustjóra vegna útgáfu veitingaleyfa. Eftirlit með íbúðarhúsnæði og hávaða innan-
húss svo og eftirlit með efnavörum, eiturefnum og hættulegum efnum heyra og undir
deildina. Fræðsla fyrir starfsfólk fyrirtækja og almenning um hollustuhætti og öryggismál
er einnig hluti af starfsemi deildarinnar svo og útgáfa fræðsluefnis.
Mengunarvarnir
Mengunarvarnir annast eftirlit með mengandi starfsemi í borginni og sér um vöktun loft-
gæða, áa, lækja og stöðuvatna og jarðvegs. Meginverkefni deildarinnar er eftirlit með að
losun og förgun mengandi efna og spilliefna hjá starfsleyfisskyldum fyrirtækjum sé í
samræmi við kröfur starfsleyfis og reglugerða. Stór þáttur af eftirlitinu er einnig að sinna
kvörtunum og ábendingum um mengun. Deildin annast útgáfu starfsleyfa og sér um
gerð starfsleyfisskilyrða fyrir mengandi fyrirtæki í samvinnu við önnur heilbrigðiseftir-
litssvæði og Hollustuvernd ríkisins. Deildin hefur einnig eftirlit með hávaða utanhúss og
hávaða frá tækjabúnaði.
Matvælaeftirlit
Matvælaeftirlit annast eftirlit með öryggi og heilnæmi matvæla í fyrirtækjum sem fram-
leiða eða dreifa matvælum, svo sem matvælaverksmiðjum, mjólkur- og kjötiðnaði, versl-
unum, veitingahúsum og mötuneytum.
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana
1 4 9