Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Blaðsíða 290
fólk mátti ekki vita af prófuninni. Því var sett fram atvinnuauglýsing og fólki boðið í
starfsviðtal inn á skrifstofu með gólfi byggðu á hröðunarborði. Sálfræðingar og aðrir sér-
fræðingar fylgdust síðan með viðbrögðum fólksins á meðan láréttri hröðuninni var
breytt. Niðurstöðurnar voru settar upp í línurit sem sýndu leyfilega lárétta hröðun miðað
við tiltekinn endurkomutíma. Samkvæmt mynd 7 voru hröðunarmörk turnanna vegna
vinds 0,02g miðað við að 2% starfsfólks finni fyrir hröðuninni einu sinni á tíu árum.
Athyglisvert er hve vel ofangreindir demparar (Mynd 4) virkuðu, en á mynd 7 sést rúm-
lega 30% minnkun á hröðun turnanna með dempurum.
Mynd 8.
Árekstur á Suður-Tvíburaturninn.
Mynd9. Ein hlið Norður-Tvíburaturnsins
(takið eftir manninum neðst á miðri mynd).
11. september 2001
Þann 11. september 2001 urðu tvíburaturnarnir fyrir
álagi sem varð þeim að falli. Það má flokka undir
álag af þekktri stærð sem hægt er að hafa stjórn á, en
ekki gert ráð fyrir í hönnun. Þetta álag einkennist af
miklum massa á mikilli ferð, gríðarlegri sprengingu
(samsvarandi 200 tonnum af dýnamíti), tjóni á
burðarvirki og eldvörn og miklum eldi.
Það er í raun ótrúlegt hvað turnarnir stóðu lengi
eftir áreksturinn, en því er að þakka vægisstífum
römmunum á útveggjum turnanna, sem lýst var hér
að framan.
Klukkan 8:45 að staðartíma var Boeing 767 vél flogið
á norðurhlið norðurturnsins, 96. hæð. Klukkan 9:03
kom seinni vélin, líka Boeing 767, og lenti á suður-
hlið suðurturnsins, 80. hæð. Sökum mikils hraða
vélanna (-550 km/klst) og mikils massa,skera
vélarnar sig í gegnum útveggina og eftir standa um
30% af útveggjasúlunum á viðkomandi hlið og fiytja
þá vægisstífu rammarnir að ofan allt álag á þær (sjá
mynd 9). Við áreksturinn varð mikil sprenging, en
vélarnar voru fullar af bensíni (um 90.000 lítrar), og
mikill eldur kviknaði á stóru svæði. Gólfgrindur
skemmdust mikið og eldvörn skrapaðist af súlum
og bitum. Líklegast hafa gólfgrindurnar brotnað,
kiknað eða fallið af sætum sínum. Þannig hafa
margar af eftirstandandi súlum misst láréttan stuðn-
ing frá gólfgrindunum á nokkrum hæðum, en við
það veikjast þær til muna. í um klukkutíma kraum-
aði eldurinn í mikið skemmdum turnunum þar til
súlurnar misstu styrk sinn sökum hita og byrjuðu að
kikna, gólfplötur hrundu hver á aðra, og loks fór
allur massinn fyrir ofan af stað og þyngdaraflið sá
um framhaldið.
Margir hafa velt því fyrir sér hvort burðarvirki turn-
anna hafi ekki verið nógu vel hannað eða hvort eld-
vörnin hafi verið í ólagi. Svo er ekki. Byggingar,
aðrar en kjarnorkuver og þess háttar mannvirki, eru
og verða aldrei hannaðar fyrir svona álag. Það er
hægt, en ekki raunhæft. Eins og lýst hefur verið var
burðarvirki turnanna nokkuð yfirhannað. í raun má
2 8 6
Arbók VFl/TFl 2002