Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Blaðsíða 301
Hér má sjá að nokkur munur er á stuðlasettunum í
öllum tilvikum og eykst þessi munur eftir því sem
hlutdeild fjölbýlishúsaálags eykst í heildarálaginu.
Munurinn er lítill fyrir D498_5 og D637_8 þar sem
vægi fjölbýlishúsa er minnst en er hins vegar veru-
legur í D491_3 þar sem um hreint fjölbýlishúsaálag
er að ræða.
Álagsmælingar
Spennu- og álagsmælingar voru framkvæmdar á
tveimur svæðum í lágspennukerfinu á tímabilinu
frá 21. desember 2000 til 10. janúar 2001. Mæld voru
15 mínútna meðalgildi spennu, fasastraums og raunafls, annars vegar í 12 raðhúsum við
Réttarbakka og Prestbakka og hins vegar í 5 íbúðum í fjölbýlishúsinu að Asparfelli 12,
hvort tveggja í Breiðholtshverfi. Einbýlishúsaálag var ekki mælt.
Megintilgangurinn var að mæla mesta álag íbúða af tilteknum tegundum á fáum stöðum
og bera saman við niðurstöður athugunar á hönnunarstuðlum fyrir lágspennukerfið.
Gert var ráð fyrir að mælingarnar gæfu nægar upplýsingar til þess að meta hvort þörf
væri á mun yfirgripsmeiri mælingum.
Mælistöðvarnar, sem notaðar voru, eru af gerðinni
M15 (nákvæmnisflokkur 2,5) og voru framleiddar
fyrir Rafmagnsveitu Reykjavíkur af fyrirtækinu
Samax árið 1987.
Hæstu mældu álagstoppar einstakra raðhúsa við
Réttarbakka og Prestbakka eru sýndir á mynd 6.
Dagsetningar á súlunum sýna hvaða dag viðkom-
andi álagstoppur mældist. Meðalgildi álagstoppa
allra 12 húsanna er 5,94 kW og er sýnt á myndinni.
Til samanburðar eru viðmiðunargildi hönn-
unarálags, 8,40 kW, og meðalálagsgildi skv.
álagsmælingum 1989-1990, 6,32 kW.
Á mynd 7 eru sýnd markgildi samtímastuðla fyrir 12
raðhús við Réttarbakka og Prestbakka. Meðal-
markgildi samtímastuðlanna er 0,39 og er því mjög
nærri því meðalgildi sem fékkst fyrir raðhús í
mælingum 1989-1990, sem var 0,38. Athyglisvert er
að aðfangadagur jóla sker sig úr, en þá reiknast
markgildi samtímastuðulsins fyrir öll 12 húsin 0,60.
Á mynd 8 er sýndur aflstuðull og heildarálag allra
12 raðhúsanna við Réttarbakka og Prestbakka
sólarhringana 24-26. desember. Aflstuðullinn sveifl-
ast í takt við álagið og er hæstur þegar álagið er
mest. Hönnunargildi aflstuðuls fyrir lágspennu-
kerfið er 0,85 og þá þrjá daga sem kannaðir eru hér
fer aflstuðullinn aldrei niður fyrir þetta gildi. Þegar
álagið er hæst er aflstuðullinn á bilinu 0,95-0,98.
Álagsmælingar í fjölbýlishúsinu að Asparfelli 12
tókust ekki sem skyldi þar sem einungis voru mæld-
Mynd 6. Mesta álag einstakra húsa við Réttar-
bakka og Prestbakka,ásamt viðmiðunar-
gildum, 22. desember 2000-9. janúar 2001.
SamttmastuÖlair fyiir 12 raíhúsvlð Rétt&rbakkaog Prestbakka
22. desember 2000 - 9. J&núar 2001
24 25 26 27 20 29 30. 31. I. 2. 3. < 5. «. 7. 9. 9.
s desdes desdesdesdesdes desjan J&n J&n jan Jan Jan Jan Jan Jan
Dagur
Mynd 7. Markgildi samtímastuðla fyrir 12 raðhús
við Réttarbakka og Prestbakka,ásamt viðmið-
unargildum,22.desember 2000-9. janúar 2001
Mynd 5. Samanburður á spennufalli í lág-
spennustrengjum fyrir mismunandi
hönnunarstuðla.
Tækní- og vísindagreinar
2 9 7