Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Blaðsíða 319
Umfjöllun um hljóðvistarhönnun er víðfeðmt efni. Til að gera einhverju sviði hljóðtækni-
fræðinnar nokkur skil verður í þessari grein sérstaklega fjallað um hljómburð tón-
leikasala, en þó án þess að kafa of djúpt í einstaka þætti.
Hljómburður tónleikasala
Það er ekki á hvers manns færi að setja fram skilgreiningu á góðum hljómburði fyrir tón-
list. Þetta kemur til af þeim fagurfræðilegu og tilfinningalegu þáttum, sem koma inn í
mat á gæðum hljómburðar. Skilgreiningin er í eðli sínu liuglæg og því er vandkvæðum
bundið að tengja hana mælanlegum stærðum.
L. L. Beranek, frægur hljóðtækniráðgjafi, gerði úttekt á sextíu tónleikasölum um víða
veröld. Að því loknu skilgreindi hann 18 hljóðtæknilega þætti og skráði þá eftir mikil-
vægi. Af niðurstöðum þessara rannsókna dró Beranek mikilvægar ályktanir. Hann þróaði
matskerfi fyrir gæði tónlistarsala, sem byggði á áðurnefndum 18 þáttum.
Niðurstaða Beraneks var þó sú að hönnun tónleikasala væri þó ekki síður list en vísindi.
Ofangreindum rannsóknum er lýst í bókinni "Music, acoustics and architecture" eftir L.
L. Beranek, sem gefin var út ef John Wiley and Sons, New York, 1962.
Hér verður minnst á nokkra helstu þættina sem Beranek skilgreindi.
• Hljóðstyrkur (Loudness); Tónlistin í rýminu verður að vera nógu sterk. Þar sem hljóðorkan frá hverju hljóðfæri
er takmörkuð, setur það stærð tónleikasala ákveðin takmörk.
• Ómur (Reverberation); Hæfilegur ómur dreifðra endurkasta þarf að vera til staðar. Nauðsynlegur ómur ræðst af
tegund tónlistar. Barokk og kammertónlist krefst stutts ómtíma en klassísk tónlist s.s. hljómsveitarverk eftir
Tchaikovsky og Wagner þurfa lengri ómtíma.
• Skýrleiki (Definition); Tónlistin á að hljóma skýrt. Þessi eiginleiki ræður í grundvallaratriðum hve vel hlustandi
greinir á milli einstakra hljóðfæra í hljómsveit og einstakra tóna i tónlist. Krafan um langan ómtíma vinnur á móti
kröfunni um skýrleika.
• Tónfylling (Fullness of tone); Þetta hugtak lýsir þeim eiginleika óms, að blanda saman tónum og hljómum sem
leiknir eru hver á fætur öðrum.Tónfyllingin ræðst mest af ómtímanum. Innan ákveðinna marka má segja að
lengri ómtími gefi meiri von um að tónfylling verði nægileg.
Skýrleiki og tónfylling eru nátengd hugtök. Skýrleiki tónlistar ræðst af beinu hljóði og fyrsta endurkasti sem
kemur eigi síðar en 35 ms á eftir beina hljóðinu. Endurkastið hefur mun meiri styrk en ómurinn. Á hinn bóginn
ræðst tónfyllingin næstum einvörðungu af því hvort ómtíminn er nægilega langur. Ef ómtiminn er nægilega
langur til að gefa næga tónfyllingu minnkar skýrleikinn.
• Engir greinilegir gallar (No obvious faults): Engir greinilegir gallar svo sem bergmál eða dauðir blettir eiga að
vera til staðar.
• Nánd (Intimacy or presence): Þetta hugtak er tengt þeirri tilfinningu að vera sem hlustandi umvafinn
tónsviðinu. Hljóð verður að endurkastast til hlustandans úr mörgum áttum til þess að hann fái þessa tilfinningu.
Ivirknin eða nándin er háð tímamuninum á milli beina hljóðsins og fyrsta endurkasts.l mjóum tónleikasölum með
frumendurkaststlma 15 ms er Ivirknin mjög mikil (miðju salanna.
• Viðmiðun tónlistarmannsins (Musician’s criteria):Tónlistarfólk hefur tvær mikilvægar viðmiðanir sem segja til
um hvort rýmið er gott tll tónlistarflutnings. Fyrst af öllu verður rýmið að svara eigin hljóðfæri. Með þessu er átt
við að hluti hljóðsins frá viðkomandi hljóðfæri endurkastist, án bergmálsvirkni, til viðkomandi tónlistarmanns. I
öðru lagi verður tónlistarfólkið að heyra vel hvert til annars. Endurkastandi fletir umhverfis hljómsveitina auka
þessa virkni.
Til að meta gæði tónleikasalar er best að þrautþjálfaður áheyrandi gangi um salinn meðan tónlist er flutt. Hann
finnur best ef um áberandi galla er að ræða. Þá kemur til kasta hljóðtækniráðgjafans ef ekki er allt með felldu.
Tækni- og vísindagreinar
3 1 5