Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Blaðsíða 74
gengi miðað við neysluverð hækkaði raungengi miðað við launakostnað frá 1997 fram á
mitt ár 2000, eða um 12% en frá miðju ári 2000 til ársloka 2001 lækkaði raungengi miðað
við launakostnað um 21%.
Vöruútflutningur: Vöruútflutningur jókst töluvert á árinu 2001, eða um 6,9% og nam
196,4 milljörðum króna. Útflutningsframleiðslan nam 191 milljarði króna sem samsvara
4,7% aukningu frá fyrra ári.
Mestu munaði 3,4% vöxtu í útflutningi sjávarafurða á síðasta ári, sem er töluvert meira
en spáð hafði verið og er töluvert meira en aflatölur ársins benda til. Svo virðist sem
verðhækkun á erlendum mörkuðum hafi orðið til þess að útflytjendur hafi gengið á
birgðir.
Framleiðsla á áli jókst um 7,5% á árinu 2001 vegna stækkunar Norðuráls um mitt árið.
Aukning í útflutningi áls var enn meiri, eða um 22% á árinu aðallega vegna birgða sem
fluttar voru út í byrjun árs. Enn gætti stækkunar járnblendiverksmiðjunnar, en fram-
leiðsla kísiljárns jókst um 13% á síðasta ári.
Útflutningur iðnaðarvara annarra en afurða sjóriðju jókst á árinu 2001, þó ekki eins mikið
og á árinu 2000 og nam aukningin 3%. Mestu munar um tvöföldun í útflutningi lyfja.
Voruinnflutningur: Töluverður viðsnúningur var í vöruinnflutningi á árinu 2001. Eftir
stöðugan vöxt frá árinu 1994 fram til ársins 2000, sem nam 9,7% að meðaltali á ári, tók
innflutningur að dragast saman á fyrri hluta ársins 2001. f heild minnkaði vöruinnflutn-
ingur um 8,1% á árinu 2001 og nam 202,5 milljarði króna. Almennur innflutningur, þ.e.
innflutningur að frátöldum skipum, flugvélum og ýmsum öðrum vörum, var 9,8% minni
en á árinu 2000.
Mestu munaði um minni innflutning neysluvara og vegur þar þyngst samdráttur í inn-
flutningi á bifreiðum, en hann nam 49,2% á árinu 2001. Innflutningur annarra neysluvara
dróst saman um 5,8%.
Innflutningur á fjárfestingarvörum að skipum og flugvélum frátöldum dróst saman um
fimmtung á árinu. Innflutningur á skipum og flugvélum var í
krónum talið svipaður og árið áður.
Innflutningur á rekstarvörum til stóriðju jókst um 10% frá fyrra
ári ekki síst vegna stækkunar Norðuráls á miðju ári.
Innflutningur á eldsneyti og olíum minnkaði á hinn bóginn um
11,5% frá fyrra ári, þrátt fyrir verðlækkun í erlendri mynt.
Þjónustujöfnuður: Töluverður viðsnúningur varð á þjónustu-
viðskiptum á síðasta ári og má ætla að lækkun á gengi krón-
unnar hafi leikið þar töluverðan þátt. Þjónustutekjur á árinu
2001 voru 9,1% hærri að raungildi en á árinu 2000 á meðan
þjónustugjöld lækkuðu um 7,2%. Á árinu 2000 var vöxtur bæði
þjónustutekna og -gjalda um fimmtungur.
Þjónustujöfnuður batnaði þannig verulega á árinu 2001 og fór
úr 9,5 milljarða halla á árinu 2000 í afgang sem nam 2,6
milljörðum króna.
Ferðaþjónusta: Einn liður þjónustujafnaðar eru tekjur og gjöld
vegna ferðaþjónustu. Frá árinu 1990 til 2001 fjölgaði erlendum
ferðamönnum sem komu til íslands um tæp 7% á ári. Það var
aðeins á árunum 1992 og 2001 sem ferðamönnum fækkaði á
milli ára. Á árinu 2001 fækkaði ferðamönnum um 2-3% frá
fmamj j ásond
11999 mam2000
12001 Vöxtur í mánuði
Meðalfjöldi erlendra ferða-
manna á mánuði á árunum
1999-2001. Heimild:Útlend-
ingaeftirlitið, Flugmálastjórn
og Þjóðhagsstofnun.
7 0
Arbók VFl/TFl 2002