Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Blaðsíða 98
S í M
N N
cn cn
Afkoma
Rekstrartekjur símans á árinu 2001 voru 17.593 milljónir króna og jukust um 8,2% milli
ára. Tekjur af afnotagjöldum jukust mest en þau hækkuðu um rúm 18% milli ára en á
árinu var lokið við leiðréttingu á afnotagjaldi fyrir talsíma sem hófst á árinu 2000. Lands-
símahúsið, höfuðstöðvar Símans við Austurvöll, var selt á árinu og var söluhagnaður af
húsinu rúmar 373 milljónir króna.
Nokkrar breytingar urðu á félögum sem Síminn á hlut i. Ber þar hæst stofnun ANZA hf.,
sem til varð við samruna Miðheima ehf., Álits hf., Veftorgs hf. og Nets ehf. Hið nýja félag
annast rekstur og uppbyggingu tölvukerfa fyrir fyrirtæki og stofnanir. ANZA sér m.a. um
tölvuþjónustu og rekstur á upplýsingakerfum fyrir Símann. Þá fór fram samruni far-
símasviðs Gagaríns ehf. við rekstur Stefju hf. og gengið var frá sölu á hlut Símans í
fjarskiptafélaginu Stiklu ehf. til Orkuveitu Reykjavíkur.
Fjárfest var í varanlegum fastafjármunum fyrir 3.630 milljónir króna á árinu 2001 sem er
527 milljónum króna lægri fjárfesting en áætlað hafði verið og 1.829 milljónum lægri fjár-
festing en á árinu á undan. Fastafjármunir félagsins í árslok voru 24.557 milljónir króna.
Veltufjármunir voru 7.466 milljónir króna og skammtímaskuldir 4.083 milljónir króna.
Veltufjárhlutfallið var því 1,83 á árslok 2001. Eigið fé Símans var í árslok 14.812 milljónir
króna og eiginfjárhlutfallið var 46%, innra virði hlutafjár var 2,11 og arðsemi eiginfjár
7,81%.
Einkavæðing
Eftir umræður um hugsanlega sölu Landssíma íslands hf. í nokkur ár voru þann 24. maí
2001 samþykkt á Alþingi lög um heimild til sölu bréfa ríkisins í fyrirtækinu. Ríkisstjórn
Islands ákvað í kjölfarið að selja skyldi almenningi 16% hlut í áskriftarsölu og innlendum
stofnanafjárfestum 8% hlut í Símanum í þessari fyrstu atrennu. Hún var ákveðin 19.-21.
september. Þá var ákveðið að bjóða svokallaðan kjölfestuhlut í fyrirtækinu, 25% í fyrstu
og möguleika á 10% hlut til viðbótar á næstu árum. PriceWaterhouse-Coopers, sem
fengið var til að sjá um verðmat á Símanum, mat fyrirtækið á rúma 43 milljarða króna.
Rétt um helmingur starfsmanna Símans nýtti sér tækifærið að kaupa hluti, allt að 50.000
hver, á sérstökum greiðslukjörum. 19 kauptilboð bárust frá fagfjárfestum. Samtals seldust
hlutafé í þessum hluta einkavæðingarinnar fyrir rúma tvo milljarða króna. 17 yfirlýsingar
bárust um áhuga fyrirtækja á að gerast kjölfestufjárfestar í Símanum. Sjö fyrirtæki voru
valin og í kjölfarið bárust sjö óbindandi tilboð í Símann. Þremur þessara fyrirtækja var
boðið að halda áfram og skila inn lokatilboði. Auk þessara bárust tvö útlensk tilboð, þ.e.
frá Providence Equity og TeleDanmark. 21. desember 2001 var ákveðið að ganga til
viðræðna við TeleDanmark. Engin niðurstaða fékkst úr þeim viðræðum og í lok febrúar
2002 var tilkynnt að viðræðum hefði verið slitið. Jafnframt var tilkynnt að Síminn væri
enn á sölulista, en eingöngu ef viðunandi verð fengist.
9 4
Arbók VFl/TFl 2002