Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Blaðsíða 250
Útreikningarnir sýndu jafnframt að meðalskúfbylgjuhraðinn í setlögunum stýrir að
mestu niðurstöðunum. Þannig fengust mjög svipaðar niðurstöður fyrir jarðsnið þar sem
skúfbylgjuhraðinn var hafður fastur, 500 m/s, í gegnum alla setlagaþykktina og fyrir
jarðsnið þar sem skúfbylgjuhraðinn breytist línulega frá 400 m/s efst í setlaginu og upp
í 600 m/s neðst í setlaginu, eða frá 300 m/s efst og upp í 700 m/s neðst. Þetta er
sömuleiðis gagnleg niðurstaða þegar skúfbylgjuhraði er mældur. Útreikningarnir eru
hins vegar næmir fyrir breytingu í meðaltalsskúfbylgjuhraðanum.
A mynd 3 eru birtar meginniðurstöðurnar úr SHAKE-greiningunni. A myndinni eru
sýndir meðaltalsferlar fyrir hlutfall svörunarrófs, HSR, sem reiknað er út frá hreyfingu
efst í hrauni og hreyfingum í grunnberginu undir setlögunum:
HSR( f) =
SR(f)
Efsí i hrauni
SR(f)Crutmberg
(1)
þar sem SR(J) stendur fyrir svörunarróf. Bornir eru saman HSR-ferlar sem annars vegar
byggja á SHAKE-útreikningum og hins vegar HSR-ferlar sem byggja á mældum
tímaröðum á vestur- og austurbakka. SHAKE-forritið notar mælda hröðunarröð í
berginu á austurbakkanum til að lýsa jarðskjálftahreyfingunni í grunnberginu undir set-
laginu og reiknar svo út hröðunarröð efst í hraunlaginu. Síðan eru reiknuð út svörunar-
róf fyrir hröðunarraðirnar efst og neðst og loks hlutfall svörunarrófanna með jöfnu (1).
Hröðunarröðum N-S stefnuþáttar er haldið aðgreindum frá röðum A-V stefnuþáttar.
Greiningin byggist á 10 mældum jarðskjálftum frá Suðurlandsskjálftunum 2000 og var
miðað við að stærð (magnitude) jarðskjálftanna væri yfir 3,0 og sömuleiðis að mælt útgildi
hröðunar væri hærra en 0,03 g (þar sem g er þyngdarhröðun jarðar). Jarðskjálftarnir eru
sýndir í töflu 1 og eru þeir jafnframt flokkaðir þar í þrennt eftir mældum jarðskjálfta-
áhrifum. Jarðskjálftar þar sem mælt útgildi hröðunar (PGA) er lægra en 0,10 g eru
flokkaðir sem „litlir" skjálftar. Skjálftar þar sem PGA er á bilinu 0,10 til 0,40 g eru flokk-
aðir sem „meðal" skjálftar og skjálftar þar sem PGA er yfir 0,40 g eru flokkaðir sem
„stórir" skjálftar. Miðað er við PGA-gildi á austurbakkanum, þ.e. hröðun í grunnberginu.
Flokkunin er sýnd í aftasta dálki í töflunni. Af töflunni sést að það eru sex „litlir"
jarðskjálftar í safninu, þrír „meðal" jarðskjálftar og einn „stór" jarðskjálfti. Þetta þýðir að
það eru sex ferlar á bak við meðaltalsferilinn fyrir „litlu" skjálftana en bara einn ferill á
bak við meðaltalsferilinn fyrir „stóru" jarðskjálftana.
Tafla 1. Mældar hröðunarraðir frá Suðurlandsskjálftunum 2000 sem notaðirvoru I greiningunni.Stærð (M) og upptök
jarðskjálfta byggja á upplýsingum frá Veðurstofu Islands [8].
Nr. Dags. Tími (GMT) Breidd °N Lengd °W Dýpi (km) M Upptaka fjarlægð (km) Útgildi hröðunar (PGA) - (g) Vesturbakki Austurbakki N-S A-V N-S A-V Stærðar flokkur
1 17.06. 15:41 63,97 20,37 6,3 6,6 14,8 0,53 0,37 0,22 0,14 Meðal
2 17.06. 15:43 63,94 20,46 4,1 5,0 9,6 0,24 0,21 0,15 0,09 Meðal
3 17.06. 15:46 63,96 20,37 5,8 4,4 14,3 0,041 0,085 0,033 0,035 Lítill
4 17.06. 17:40 63,98 20,72 - 4,4 6,0 0,29 0,18 0,17 0,16 Meðal
5 21.06. 00:51 63,98 20,71 5,1 6,5 6,0 0,84 0,77 0,54 0,45 Stór
6 21.06. 13:11 63,93 20,75 6,5 3,4 4,9 0,037 0,032 0,030 0,009 Lftill
7 22.06. 08:01 63,92 20,69 3,2 3,2 2,3 0,030 0,018 0,033 0,016 Lftill
8 25.06. 05:52 63,93 20,75 4,2 3,5 4,6 0,040 0,035 0,024 0,027 Lltill
9 28.06. 18:09 63,92 20,76 3,4 3,2 5,2 0,031 0,030 0,022 0,011 Lltill
10 29.06. 07:55 63,92 20,76 2,9 3,1 5,3 0,035 0,037 0,022 0,013 Lftill
Byggt á ofangreindri flokkun og aðgreiningu stefnuþátta fást sex línurit eins og sést á
mynd 3. Ef bornar eru saman niðurstöður frá SHAKE greiningunni (punktalína) við
niðurstöður frá mældu hröðunarröðunum (heillína) sést að hægt er með einvíðu
reiknilíkani að ná megin áhrifunum í bylgjumögnuninni. Þó ber að merkja að SHAKE-ferl-
arnir liggja að jafnaði neðar en mældu ferlarnir. Nokkrar ástæður geta verið fyrir þessu.
2 4 6
Arbók VFl/TFl 2002