Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Blaðsíða 33
Formaður og varaformaður sóttu norrænan launafund um mánaðamótin ágúst-sept-
ember í Kaupmannahöfn. Mörg málefni voru þar á dagskrá eins og t.d. norræn launa-
könnun og sálræn vinnuvernd. Stjórnin ákvað að leggja áherslu á þá vinnu á starfsárinu
2002.
Allir samningar voru lausir á árinu 2000 og skipaðar voru fjórar samninganefndir, við
ríki, Reykjavíkurborg, sveitarfélögin og FRV. Samningar náðust við alla viðsemjendur.
Stjórn KTFI þakkar samninganefndum fyrir góð störf, en mikil vinna fór í samninga og
frágang þeirra. Nefndirnar komu svo saman með stjórn, þar sem farið var yfir árangur
og komið var með tillögur um efni kjarabókar.
Unnið var að útgáfu kjarabókar, en mikil virtna var að samlesa kjarasamninga og yfirfara.
Kjarabókin verður gefin út í mars 2002.
Orlofsmál voru ofarlega á baugi og óskuðum við í stjórninni eftir því að allir meðlimir
KTFÍ yrðu meðlimir í OBHM. Lögð var fram tillaga um þetta mál fyrir stjórn OBHM.
Ritari fór á samnorrænan fund um launakannanir í Kaupmannahöfn í nóvember 2001.
Unnið var að rekstraráætlun næsta starfsárs, farið yfir reikninga og skýrslur undirbúnar.
Formaður KTFI og formaður TFI fóru á árlegan fund Norðurlandsdeildar Tækni-
fræðingafélagsins 8. desember og var sá fundur mjög gagnlegur.
Kjarakönnun var gefin út og send félagsmönnum í janúarmánuði 2002.
Kjarafélag Tæknifræðingafélags íslands, KTFI
Gústaf A. Hjaltason formaður
Vísinda- og starfsmenntunarsjóður Kjarafélags Tæknifræðingafélags íslands
Vísinda- og starfsmenntunarsjóður Kjarafélags Tæknifræðingafélags íslands byggir á
samkomulagi Kjarafélagsins við fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs og Reykjavíkurborg. Það
eru starfsmenn sem greitt er fyrir í sjóðinn hjá þessum vinnuveitendum, svo og starfs-
menn þeirra vinnuveitenda sem síðar hafa gerst aðilar að sjóðnum sem rétt eiga á
styrkjum úr sjóðnum. í samningum sveitarfélaga var samið um aðild að sjóðnum og ein-
stakir vinnuveitendur aðrir hafa gerst aðilar vegna tæknifræðinga sem hjá þeim starfa.
Heldur dró úr fjölda umsókna á síðasta ári, en þær voru 67 samtals en höfðu verið um 86
þrjú síðustu ár þar á undan. Heildarupphæð styrkja var þó svipuð á milli ára en á síðasta
ári var úthlutað um 9,4 milljónum króna tií félagsmanna, að meðaltali um 140.000
krónum hver umsókn. Tuttugu og ein umsókn var til kaupa á tölvubúnaði og 46 til náms,
námskeiða og náms- eða ráðstefnuferða, þar af var 21 umsókn vegna Rýnisferðar.
Undanfarin ár hafa styrkir verið heldur umfram tekjur en á síðasta ári voru tekjurnar um
9,9 milljónir króna og árið kom því út með hagnaði.
Reglur sjóðsins eru óbreyttar, hámarksstyrkur er nú kr. 300.000, en þau réttindi nást eftir
þriggja ára sjóðsaðild. Réttindi vinnast síðan upp aftur eftir úthlutun, kr. 100.000 á ári.
Styrkir til tölvukaupa geta mest orðið kr. 150.000, eða 75% af reikningsupphæð tölvu-
búnaðar.
Stjórn sjóðsins var á síðasta ári skipuð tveim fulltrúum KTFI og tveim fulltrúum vinnu-
veitenda: Haraldur Sigursteinsson formaður, KTFÍ, Bergþór Þormóðsson ritari, KTFÍ,
Birgir Björn Sigurjónsson, f.h. Reykjavíkurborgar og Haraldur Sverrisson, f.h. fjár-
málaráðherra.
2 9
Félagsmál Vfí/TFÍ