Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Blaðsíða 81
• Að efnahagsstefnan miðist við að tryggja stöðugleika,
styrkja fyrirtækin í landinu og bæta lífskjör.
• Afram verði aðhald í ríkisfjármálum og lántökum þannig
háttað að markmið hagstjórnar náist.
• Stjórnvöld ætli að beita sér fyrir lækkun grænmetisverðs
sem stuðli að lækkun verðbólgu.
Launavísitalan hækkaði um 9,6% frá upphafi til loka 2001 en
meðaltalshækkun milli áranna 2000 og 2001 er 8,9%. Þetta er
u.þ.b. það sem reiknað var með í þjóðhagsáætlun sl. haust.
Meðalhækkun launa hefur rúmlega haldið í við sívaxandi
verðbólgu sem var 6,7% á milli sömu ára. Kaupmáttur launa
jókst því um 2,1% á árinu 2001 samanborið við 1,5% árið 2000
og 3,3% árið 1999.
Þegar vinnutími árin 2000 og 2001 er borinn saman sést að
vinnutími karla hefur dregist saman um eina og hálfa stund á
viku að meðaltali en vinnutími kvenna stendur því sem næst í
stað. Karlar vinna frekar yfirvinnu en konur og þegar slaki
myndast á vinnumarkaði eru fyrstu áhrif jafnan minni yfir-
vinna. Tekjuáhrif eru hins vegar óljós. Vaxandi fjöldi launþega
hefur svokallaða fastlaunasamninga þannig að þó vinnutími
styttist haldast launin óbreytt. Hins vegar er ennþá stór hópur sem fær yfirvinnu
greidda sérstaklega og tekjur þess hóps lækka við samdrátt í vinnutíma.
Bætur almannatrygginga: Þann 1. júlí 2001 tóku gildi breytingar á lögum um almanna-
tryggingar og lögum um félagslega aðstoð. Lagabreytingarnar voru gerðar í kjölfar
skýrslu vinnuhóps sem forsætisráðherra skipaði til að endurskoða almannatrygginga-
kerfið með áherslu á að tryggja sérstaklega hag þeirra aldraðra, fatlaðra og öryrkja sem
lægstar tekjur hefðu. Með lögunum urðu eftirfarandi breytingar:
• Hjón fá nú tvöfaldan grunnlífeyri einhleypings í stað 1,9 falds áður.
• Sérstök heimilisuppbót, tekjutryggingarauki, hækkaði og skerðing vegna tekna
lækkaði úr 100% í 67%. Þá voru skilyrði til að njóta tekjutryggingarauka rýmkuð og
gerð óháð hjúskaparstöðu.
• Eingöngu 60% atvinnutekna öryrkja koma nú til skerðingar á tekjutryggingu og
heimilisuppbót.
Undanfarin ár hefur atvinnuástand verið gott og því dregið úr greiðslu atvinnuleysis-
bóta. Arin 2000 og 2001 var heildarfjárhæðin svipuð eða í kringum 1,3 milljarða króna.
Aukið atvinnuleysi hefur það jafnframt í för með sér að útgjöld vegna ýmissa annarra
félagslegra bóta hækka einnig.
Síðastliðin fimm ár hefur kaupmáttur grunnlífeyris og tekjutryggingar samtals hækkað
um 12,4%. Að viðbættri heimilisuppbót er hækkunin töluvert meiri eða 29,6%.
Ráðstöfunartekjur: Kaupmáttur ráðstöfunartekna á mann hækkaði um 1,5% árið 2001 frá
fyrra ári sem er svipað og árið 2000 en þá var aukningin 1,3%.
Eignir og skuldir heimila: Áárinu 2001 var skuldaaukningin 40 milljarðar króna sem er
töluvert minna en árið 2000 en það ár jukust skuldirnar gífurlega eða um 72 milljarða.
Eigna- og skuldaaukning hélst nokkuð í hendur 1997-1999 en tvö sl. ár uxu eignir mun
minna en skuldir. Gera má ráð fyrir að verðhrun á hlutabréfamarkaði hafi haft mikið að
segja. Einnig er líklegt að vaxtagreiðslur hafi vegið æ þyngra með aukinni skuldsetningu.
Kaupmáttur m.v. launavísitölu
Vísitala, 1990=100.
Heimild: Hagstofa íslands.
Tækniannáll 2001/2002