Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Blaðsíða 35
frummælendur til að kynna mál sem eru ofarlega á baugi hverju sinni. Samlokufundir
vetrarins hafa fengið allnokkra umfjöllun í fjölmiðlum landsins. Kynningarnefnd hefur
tekist vel til við val á efni því á mörgum fundum var aðsóknin slík að færri komust að en
vildu. Það er umhugsunarefni fyrir stjórnir VFÍ og TFÍ hvernig brugðist skuli við þess-
ari miklu aðsókn.
Hádegis- og morgunverðarfundir: Auk samlokufunda standa VFÍ og TFÍ fyrir hádegis-
og morgunverðarfundum. Haldnir voru fundir um Rannís, útrás íslenskra fyrirtækja á
erlenda markaði, einkafjármögnun stórframkvæmda í samvinnu við Félag vúðskipta-
hagfræðinga og fundur um GECA-byggingarkerfið. Aðsókn að þeim fundum var einnig
dágóð.
Tæknidagar: Á Tæknidögum Verkfræðingafélags íslands og Tæknifræðingafélags
Islands er tekið fyrir afmarkað svið sem verkfræðingar og tæknifræðingar starfa og leggja
mark sitt á. Fyrstu Tæknidagarnir voru haldnir á 85 ára afmæli VFÍ 19. apríl 1997.
Tæknidagar 2002 voru haldnir í Smáralind. Byggingin, framkvæmd hennar og rekstur,
voru rýnd frá sjónarhóli verk- og tæknifræðinga. Vikuna 8.-12. apríl var fyrirlestraröð í
sal 5 í Smárabíói alla daga í hádeginu en sýning var 12.-14. apríl í Vetrargarðinum. Auk
undirbúnings framkvæmda, hönnunar og eftirlits voru teknir fyrir ýmsir tæknilegir
þættir þessa mikla mannvirkis.
Verk-tækni golfmótið: Verkfræðingar og tæknifræðingar ásamt mökum og öðrum
gestum hafa undanfarin fimm ár reynt með sér í golfi. Á árinu 2001 var mótið, sem var í
umsjón TFÍ, haldið á Flúðum 24. ágúst. Keppt er í sveitakeppni um glæsilegan farandgrip
sem gerður er af Magnúsi Tómassyni listamanni og gefinn af Héðni-Smiðju. Sveit
tæknifræðinga fór með sigur af hólmi nú eins og undanfarin fimm ár. Ennfremur var
keppt í nokkrum einstaklings-„greinum". Þátttakendur voru 50 og tókst mótið
afbragðsvel.
Fundir og ráðstefnur VFÍ og TFÍ
Fundirnir voru í flestum tilfellum haldnir í samvinnu VFÍ og TFÍ. Einnig var samvinna
við AÍ og FVH um fundahöld og ráðstefnur.
Samlokufundur 5. apríl 2001: Af hverju eru ormar verri en veirur? Gestur fundarins var
Friðrik Skúlason tölvunarfræðingur.
Móttaka 10. apríl 2001: Tekið á móti verkfræðinemum HÍ.
Hádegisverðarfundur 24. apríl 2001: Hádegisverðarfundur um Rannís. Gestur fundarins
var Björn Bjarnason menntamálaráðherra, sem kynnti hugmyndir sínar um breytingar á
Rannsóknarráði Islands.
Hádegisverðarfundur 26. apríl 2001: Útrás íslenskra fyrirtækja á erlenda markaði. Gestir
fundarins voru Þór Sigfússon, aðstoðarframkvæmdastjóri Norræna fjárfestingabankans,
Stefán Eríksson hjá BYKO, Sverrir Sverrisson hjá Ráðgjöf og efnahagsspá og Stefán
Guðlaugsson, verkfræðingur hjá Hniti.
Fundur 26. apríl 2001: Hefur þú pælt í verk- og tæknifræði? Kynningarfundur með út-
skriftarnemum framhaldsskóla.
Móttaka 27. apríl 2001: Tekið á móti tæknifræðinemum TÍ.
RVFÍ, aðalfundur 2. maí 2001: Nýju raforkulögin. Gestir fundarins voru Jón Vilhjálmsson
verkfræðingur, fulltrúi frá iðnaðarráðuneytinu.
Samlokufundur 8. maí 2001: Breytingar á orkumarkaði með mjjum raforkulögum. Gestur
fundarins var Bjarni Bjarnason, framkvæmdastjóri orkusviðs Landsvirkjunar.
Kvennanefnd VFÍ, fundur 9. maí 2001: Gleðin af að vera stjórnandi. Gestir fundarins voru
Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri markaðssviðs Skeljungs, Guðrún Rögn-
3 1
Félagsmál Vfl/TFl