Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Blaðsíða 83
bréfasamningum til nýbygginga á síðasta ári er til vitnis um
sókn að jafnvægi á þessum markaði.
Raunverð íbúða í fjölbýlishúsum á höfuðborgarsvæðinu var í
ársbyrjun 2002 um 20% yfir jafnaðarverði á árunum 1983-1998.
A undanförnum sjö árum hefur verið lokið við 900-1 300 íbúðir
á ári á höfuðborgarsvæðinu. A árinu 2001 var lokið við 1.277
íbúðir en aðeins 967 á árinu 2000. Miðað við íbúafjölgun virðist
þurfa að ljúka við um 1.500-1.600 íbúðir á ári til að verð haldist
stöðugt. A árinu 2001 var byrjað á 1.343 nýjum íbúðum á
höfuðborgarsvæðinu. Það var um 10% aukning frá fyrra ári.
Verðhækkanir kunna að stafa af lóðaskorti og mikilli eftir-
spurn. Á árinu 2001 var lokið við 1.711 íbúðir á landinu öllu
sem eru rúmlega 450 fleiri íbúðir en lokið var við á árinu 2000.
Búskapur hins opinbera
Ríkisfjármál: Samkvæmt greiðsluuppgjöri fyrir árið 2001 voru
innheimtar tekjur ríkissjóðs 220,9 milljarðar króna eða 14,9
milljörðum króna lægri en áætlað var í fjárlögum ársins.
Utgjöld ríkissjóðs í heild voru 221,3 milljarðar króna á greiðslu-
grunni á árinu 2001 eða 10,3 milljörðum króna umfram áætlun
fjárlaga.
Hreinn lánsfjárjöfnuður reyndist neikvæður um 25,7 milljarða króna á árinu 2001 en fjár-
lög ársins gerðu ráð fyrir 38,7 milljarða króna lánsfjárafgangi.
Á árinu var 12,5 milljörðum króna varið til að lækka framtíðarskuldbindingar ríkissjóðs
með greiðslum til Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins. Afborganir lána ríkissjóðs námu 22,4
milljörðum króna árið 2001 og voru tæpir 15 milljarðar vegna erlendra lána. Lántökur
ríkissjóðs námu 61,4 milljörðum króna og þar af voru erlendar lántökur 48,7 milljarðar
króna.
Fjármál sveitarfélaga: Afkoma sveitarfélaga hefur batnað
nokkuð að undanförnu, þó enn séu þau rekin með halla. f
áætlunum um fjármál sveitarfélaga er gert ráð fyrir að tekju-
halli þeirra hafi orðið tæplega 0,9 milljarðar króna á árinu 2001
sem er 1,1% af tekjum þeirra. Til samanburðar er áætlað að
tekjuhalli ársins 2000 hafi verið 2,3 milljarðar króna eða 3,3% af
tekjum. Á árinu 2000 hækkuðu tekjur sveitarfélaga af
fasteignasköttum um 22,5% frá fyrra ári og á árinu 2001 er gert
ráð fyrir að tekjur af fasteignasköttum hafi hækkað um 13%.
Áætlað er að heildarútgjöld sveitarfélaganna hafi verið um 79
milljarðar króna árið 2001, eða um 10,5% af landsframleiðslu,
og tekjurnar rúmir 78 milljarðar króna á árinu 2001 eða 10,4%
af landsframleiðslu.
Fjármál hins opinbera: Við athugun á umfangi hins opinbera
þarf fyrst að afmarka eða skilgreina hið opinbera, þ.e. hvað er
opinber starfsemi og hvað ekki. Hin hefðbundna skilgreining á
hinu opinbera samkvæmt Þjóðhagsreikningakerfi Sameinuðu
þjóðanna afmarkar það við þá starfsemi sem tekna er aflað til
með álagningu skatta en ekki með sölu á vöru og þjónustu á
Afkoma hins opinbera
1990-2002.
Hlutfall af landsframleiðslu.
Heimild: Þjóðhagsstofnun.
Fjárfesting í íbúðarhúsnæði á
landinu öllu og raunverð
(búðarhúsnæðis é
höfuðborgarsvæðinu
Vísitölur, 1990=100
Heimild: Þjóðhagsstofnun
7 9
Tæknianná
2001/2002