Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Blaðsíða 25
sem RVFÍ hafði sótt um og ákveðið að rynni til Orðanefndar RVFÍ og starfs hennar.
Formaður orðanefndar þakkaði fyrir höfðinglegan styrk með stuttu ávarpi.
Á afmælisdaginn, 16. maí, efndu orðanefndarmenn til afmælisveislu í Verkfræðingahúsi.
Orðanefndin færði prófessor Jóhanni Hendrik Winther Poulsen, einum fremsta nýyrða-
smið Færeyinga, og Landsbókasafni Færeyinga öll útkomin bindi Raftækniorðasafns á
afmælisárinu. Formaður orðanefndar, Bergur Jónsson, flutti fyrirlestur í Háskóla Islands
fyrir nemendur á fyrsta ári í verkfræði. Þeir sýndu málinu mikinn áhuga og spurðu
margra spurninga.
Orðanefnd RVFÍ skipa rafmagnsverkfræðingarnir: Bergur Jónsson formaður, Gísli
Júlíusson, Gunnar Ámundason, ívar Þorsteinsson, Jón Þóroddur Jónsson, Sigurður
Briem, Sæmundur Óskarsson, Þorvarður Jónsson og rafmagnstæknifræðingarnir
Guðmundur Guðmundsson og Hreinn Jónasson. Auk þess starfar Baldur Sigurðsson
dósent við KHÍ með nefndinni sem sérfræðingur og ráðgjafi um íslenskt mál.
Bergur Jónsson formaður
Kvennanefnd
Kvennanefnd VFÍ var á starfsárinu skipuð eftirtöldum konum: Elísabet Pálmadóttir, Erla
Björk Þorgeirsdóttir, Helga Jóhanna Bjarnadóttir, Jóhanna Harpa Árnadóttir, Kolbrún
Reinholdsdóttir. Haldnir voru þrír fundir á síðasta starfsári.
Þann 9. maí 2001 var fundur hjá Kvennanefnd sem fjallaði um „Gleðina við að vera
stjórnandi" og voru gestir fundarins þrír, þær Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmda-
stjóri markaðssviðs Skeljungs, Guðrún Rögnvaldardóttir; framkvæmdastjóri Staðlaráðs
íslands, og Stella Marta Jónsdóttir, þróunarstjóri MTS International.
Þann 25. október 2001 var fundur hjá Kvennanefnd sem fjallaði um efnið „Hvernig á að
semja um kaup og kjör?". Gestir fundarins voru Lára V. Júlíusdóttir lögfræðingur og Árni
B. Björnsson, framkvæmdastjóri Stéttarfélags verkfræðinga.
Þann 29. nóvember 2001 var svo haldinn jólafundur kvennanefndar þar sem gestur fund-
arins var Aðalsteinn Guðjohnsen, orkuráðgjafi borgarstjóra og fyrrverandi forstjóri
Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Hann hélt erindi um sögu rafmagnsins og ekki síst raf-
magnsleysis í Reykjavík og áhrif þess á jólahald í gegnum tíðina.
Næsti fundur Kvennanefndar var svo haldinn þann 13. mars 2002 og fjallaði hann um
„Starfsþróunaráætlanir". Gestur fundarins var Drífa Sigurðardóttir, ráðgjafi hjá starfs-
mannaráðgjöf Price Waterhouse Coopers.
Kvennanefndin hefur tekið þátt í verkefninu „Konur til forystu og jafnara námsval kynj-
anna" frá upphafi. Vorið 2001 var farið í alla framhaldsskóla landsins þar sem verkfræði
og tölvunarfræði var kynnt námsmeyjum. Margar konur úr hópi verkfræðinga og verk-
fræðinema tóku þátt í þessu átaki og þótti það takast vel. Því lauk með sameiginlegri
máltíð þátttakenda þann 21. apríl 2001. Samstarf hefur verið við átaksverkefnið og hefur
fulltrúi kvennanefndar setið fundi til að undirbúa annað kynningarátak þar sem
markhópurinn er yngri stúlkur, alveg niður í miðstig grunnskóla. Hafa nokkrir
möguleikar verið ræddir og jafnvel kom til greina um tíma að samstarf yrði um tækni-
daga VFÍ/TFÍ.
Kvennanefndin er einnig með fulltrúa í jafnræðisnefnd VFÍ.
Kolbrún Reinholdsdóttir
2 1
Félagsmál Vfl/TFl