Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Blaðsíða 133
1 996
A árinu var lokið lagningu 36 kV jarðstrengs frá Vogum að Keilisnesi, frá aðveitustöð við
Aðalgötu í Keflavík til Helguvíkur og Garðs og að mestu lokið byggingu aðveitustöðvar
í Helguvík.
Undirbúningur hófst að endurbyggingu elsta hluta orkuversins (orkuver 1 / OV 1) með
byggingu á „nýju" orkuveri (orkuver 5/OV 5), þar eð orkuver 1 var orðið úrelt og nauð-
synlegt að ráðast í umfangsmiklar endurbætur. í þessum nýja hluta er framleiðslugeta á
heitu vatni 240 1/sek, eða 60% meiri en í OV 1, sem þýðir um 20% aukningu heildar-
framleiðslugetu orkuversins. Þá verður þar 30 MW rafmagnshverfill, en í OV 1 eru 2 MW
hverflar, þannig að aukningin er 28 MW. Alls verður þá uppsett afl orkuversins 150 MW
í varma og 44,4 MW í rafmagni, en það var áður 16,4 MW, þannig að aukningin er 171%.
Unnið var að hönnun kynningar- og mötuneytishúss og jarðvinna boðin út, en húsið er
um 1.220 m2 og 5.360 m3 að stærð.
Aukning var enn á raforkuframleiðslunni og voru framleiddar alls 117,2 GWst eða um
59,1% forgangsraforkunotkunar á svæðinu. Vatnsframleiðsla var 7,2 milljónir tonna
(504,9 GWst) og minnkaði um 5,3%, en upptektin úr jarðhitasvæðinu nam um 7,7
milljónum tonna.
1 997
Lokið var við aðveitustöð í Helguvík og dælustöð fyrir heitt vatn byggð undir
Grindavíkurgeymi, auk þess sem lokið var framkvæmdum við útilager við
Fitjabraut/Fitjabakka í Njarðvík. Miklar breytingar voru gerðar á aðalstöðvum fyrirtæk-
isins að Brekkustíg í Njarðvík og stóðu þær breytingar yfir fram á árið 1999. Keyptur var
jarðarpartur í Hvassahrauni, 617,5 ha, en það var liður í áformum um frekari nýtingu
jarðhita á Reykjanesskaganum.
Hitaveitan festi kaup á 30 MW rafmagnshverfli frá Fuji í Japan, auk þess sem unnið var
að hönnun og undirbúningi hins nýja hluta orkuversins (OV 5) af fullum krafti.
Boðin var út bygging kynningar og mötuneytishússins í Svartsengi og var meginhluti
þess byggður á árinu.
Umtalsverð aukning varð á raforkuframleiðslunni og voru framleiddar alls 125 GWst eða
um 61,9% forgangsraforkunotkunar á svæðinu. Vatnsframleiðsla var 7,3 milljónir tonna
(521,3 GWst) og minnkaði um 2,8%, en upptektin úr jarðhitasvæðinu varð um 7,6
milljónir tonna.
Stjórnarformaður hitaveitunnar 1997-98 er mikill grínisti. Verið var að ræða á stjórnar-
fundi viðbrögð Landsvirkjunar við slæmum vatnsbúskap. Var meðal atmars komið inn á
mikinn fjölda virkjana í sumum fallvötnum landsins og að alltaf virðist vera hægt að
fjölga þeim, enda þótt leikmönnum þyki orðið fullvirkjað.
Varð þá stjórnarformanninum að orði, grafalvarlegum: „Er þetta ekki orðið hálfónýtt
vatn, þegar búið er að virkja það svona oft?"
1998
Miklar framkvæmdir voru við endurbyggingu elsta hluta orkuversins (OV 5 í stað OV 1),
og var kostnaður við það um 930 milljónir króna. Þá voru boraðar fjórar háhitaholur, ein
448 m djúp í gufusvæðið, tvær hefðbundnar tveggja fasa (gufa og jarðsjór), önnur 1.600
m. og hin 1.855 m djúp og loks 1.260 m niðurdælingarhola í um tveggja kílómetra fjar-
lægð frá orkuverinu. Heildarkostnaður við þessar boranir var 440 milljónir króna á árinu.
Loks var undirbúin borun háhitaholu á Reykjanesi og var borun holunnar hafin í desem-
ber og kostnaður ársins um 30 milljónir króna.
Þann 30. desember var undirritað samkomulag við Landsvirkjun um meginatriði væntan-
legs samrekstrarsamnings um rekstur 30 MW virkjunarinnar, en iðnaðarráðuneytið hafði
gert slíkan samning að skilyrði fyrir veitingu virkjunarleyfis.
Kynning og tæknigreinar fyrirtækja og stofnana i 1 2 9