Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Blaðsíða 239
Lokaorð
Veðurtæring málma á íslandi, einkum stáls, er mjög breytileg eftir stöðum enda er veður-
far og saltmagn í lofti mjög breytilegt. Tæringarhraði hefur enn sem komið er aðeins verið
mældur í eitt ár en mælingar munu halda áfram í alls tíu ár. Fyrirliggjandi niðurstöður
benda til þess að veðurtæring hér samsvari tæringarflokkum 2-4 samkvæmt skil-
greiningu staðalsins ISO 9223.
Fljótlega verða gerðar mælingar á saltmagni í lofti og mengun við nokkrar af stöðvunum
til að fá betri mynd af þeim áhrifaþáttum, en sennilega verður einungis um mjög
tímabundnar mælingar að ræða. Nánari athugun á áhrifum veðurfars á veðurtæringu
munu fara fram þegar mælingar á þriggja ára tæringu liggja fyrir í ársbyrjun 2003. Þá
verða eirtnig gerðar mælingar á mismunandi tæringu beggja hliða sýna og skoðað hversu
frábrugðnar tímaraðir veðurþátta eru eftir veðrunarstöðvum. í ársbyrjun 2003 munu
liggja fyrir niðurstöður á þriggja ára tæringu og einnig skoðun á fyrstu sýnunum sem eru
með máluð yfirborð.
Þakkir
Rannsóknarverkefnið er samstarfsverkefni Rannsóknastofnunar byggingariðnaðarins,
Almennu verkfræðistofunnar (Pétur Stefánsson) og Vekfræðiþjónustu Péturs
Sigurðssonar. Verkefnið er styrkt af fjölda aðila: Rannís, Ibúðalánasjóði, Ofanflóðasjóði,
Landsvirkjun, Rarik, Vegagerðinni, Orkubúi Vestfjarða, Áltaki ehf., Málningu hf.,
FlörpuSjöfn, Slippfélaginu hf., Vírneti hf., Garðastáli hf. og Sindrastáli hf. Öllum þessum
aðilum er þökkuð ómetanleg aðstoð við verkefnið svo og ónafngreindum ritrýnum sem
komu með ágætar ábendingar varðandi þessa grein.
Heimildir
[1 ] EN ISO 8565. Metals and alloys - Atmospheric corrosion testing - General requirements for field tests.
[2] ISO 9223:1992. Corrosion ofmetals and alloys - Corrosivity ofatmospheres - Classification.
[3] Cole, I.S., King, G.A., Trinidad, G.S., Chan, W.Y. & Paterson, D.A. 1999. An Austraiian-Wide Map of Corrosivity: a G/S
Approach, Proc.8DBMC,Vancouver, Canada,30 May - 3 June 1999. Bls. 901 -911.
[4] Haagenrud, S.E. 1997. Environmental Characterisation inciuding Equipment for Monitoring. CIB W80/RILEM; 140-PSL
SubGroup 2 Report, Norwegian Institute for Air Research (NILU) OR:27/97.
[5] Hot Dip Galvanizing Vol. II, No. 2 June 2001: The millennium Map Project.
[6] Re Cecconi, F. & Ravetta, F. 1999. Experimental program for the evaluation of coil coated steel sheet service life, Proc.
8DBMC,Vancouver,Canada, 30 May - 3 June 1999. Bls. 1124-1132.
Ritrýndar vísindagreinar
2 3 5