Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Blaðsíða 20
í lokaorðum bréfs nefndarinnar segir: „Tillögur hópsins eru settar fram í því augnamiði að:
• auka lífsgæði verkfræðinga
• benda á þann hag sem bæði fyrirtæki og starfsmenn hljóta af víðtæku jafnræði og
fjölskylduvænu starfsumhverfi
• gera VFI málsmetandi í umræðu sem sífellt verður fyrirferðarmeiri í þjóðfélaginu."
Skemmtilegar og fjörmiklar árshátíðir: Árshátíð VFÍ er haldin í febrúar. Það er gleðiefni
að undanfarin ár hefur mæting félagsmanna á hátíðina aukist jafnt og þétt.
90 ára afmælisárshátíð VFÍ var haldin í Súlnasal Hótels Sögu 2. febrúar 2002. Hátíðin var
afar vel sótt og salurinn þéttskipaður verkfræðingum og velunnurum þeirra. Glæsileg
skemmtidagskrá var í boði og erlendir gestir heiðruðu VFÍ með nærveru sinni.
Hátíðarræðuna flutti Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra. Veislustjóri var Gunnar
Svavarsson, framkvæmdastjóri Aðalskoðunar hf. Meðal gesta voru heiðursfélagarnir
Vigdís Finnbogadóttir, Sören Langvad, Einar B. Pálsson, Haraldur Ásgeirsson og
Jóhannes Zoéga, framkvæmdastjórar norrænu verkfræðingafélaganna og formaður og
varaformaður TFÍ. í hófinu var Egill Skúli Ingibergsson rafínagnsverkfræðingur gerður
að heiðursfélaga VFÍ.
Fjórir verkfræðingar voru sæmdir heiðursmerki VFÍ, þeir eru: Júlíus Sólnes prófessor við
verkfræðideild Háskóla íslands, Olgeir Kristjónsson, framkvæmdastjóri EJS hf., Jóhann
Már Maríusson, aðstoðarforstjóri Landsvirkjunar, og Stefán Hermannsson borgarverk-
fræðingur.
VFÍ voru færðar gjafir frá norrænu félögunum og TFÍ. Afmælisárshátíðin tókst frábær-
lega og var ekki annað að sjá en þeir tæplega 400 gestir sem sátu hófið hefðu skemmt sér
vel. Ljóst er að árshátíðin á vaxandi vinsældum að fagna, ekki síst meðal yngri verk-
fræðinga, og á árshátíðarnefnd VFÍ þakkir skildar fyrir glæsilega og fjörmikla hátíð.
Samstarf heima og að heiman
Aukið samstarf við fleiri fagfélög gerir kleift að taka aftur upp umræðuna um
tæknisamtök íslands.
Samstarf við önnur félög, þar sem bæði félögin, VFÍ og TFÍ, eru aðilar að samstarfi: Sjá
kafla 1.3 um sameiginlegan rekstur VFÍ/TFÍ.
Samningur við IEEE: Á sl. vori gerðu VFÍ og IEEE með sér samning um samstarf í
fræðslu og menntunarmálum félaganna og gagnkvæman 10% afslátt þeirra félagsmanna
sem eru í báðum félögunum.
Samstarf við ýmiss félög: VFÍ
er aðili að Staðlaráði og einnig
bygginga- og rafstaðlaráði.
Félagið á fulltrúa í Landsnefnd
íslands um stórar stíflur
(ICOLD LÍÍS), Alþjóða orku-
málaráðstefnunni (AOR), í
stjórn Norræna byggingar-
dagsins, í Náttúruvísindadeild
vísindaráðs, í Hugvísi og LÍSU,
samtökum um samræmd land-
fræðileg upplýsingakerfi á fs-
landi. Ennfremur fulltrúa á aðal-
fundi Málræktarsjóðs íslands.
F.v.Jón Atli Benediktsson.formaður (slandsdeildar IEEE,Raymond D.
Findley.forseti IEEE, Flákon Ólafsson, formaður VF( og Magnús Gíslason,
formaður rafmagnsverkfræðideildar VF(.
1 6
Arbók VFl/TFl 2002