Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Blaðsíða 235
Tafla 1. Mæld tæring á hreinu stáli (e: low carbon steel) og
sinki eftir eitt ár
Nr. Staður Tæringarhraði VeðurfarÚ
(|jm /fyrsta ár)
Stál Sink mælt
1 Reykjavík 1 20,7 2,3 1
2 Reykjavík 2 18,6 2,7 2
3. Ólafsvík 21,5 2,7 2
4. Bolungarvík 15,8 2,0 1
5. Siglufjörður 13,0 1,4 1
6. Akureyri 5,5 1,6 1
7. Þórshöfn 17,0 1,6 2
8. Egilsstaðir 3,7 2,5 1
9. Kverkfjöll 1,5 1,6 3
10. Neskaupstaður 12,8 3,9 1
11. Hornafjörður 24,9 1,6 2
12. Vík í Mýrdal 18,7 2,3 1
13. Vestmannaeyjar 36,1 2,3 1
14. Búrfell 22,3 2,6 1
15. Hveravellir 4,2 2,2 1
16. Svartsengi 35,3 2,7 2
Meðaltal 16,98 2,25
Staðalfrávik 10,256 0,632
Frávikshlutfall (%) 60,4 28,1
ú Veðurfar mælt: 1 við veðrunarstöð
2 nærri veðrunarstöð (< 20 km)
3 fjarlægð frá veðrunarstöð > 100 km
1 I Sören Sörensson (Jóhann S. Hannesson ritst.). 1984.
Ensk-islensk ordabók.Örn og Örlygur:or/entat/on:(l stærd-
frædi) áttun, val stefnu á llnu eda ferli eda snúningsstefnu
í fleti eða rúmi.
Mynd 1. Staðsetning veðrunarstöðva
* Irafoss, sjá texta
«•»
í' 24*v
Tæringarhraðinn er samkvæmt staðl-
inum mældur sem þyngdarbreyting sýnis
deilt með flatarmáli þess að teknu tilliti til
beggja hliða. Fjallað er um annmarka að-
ferðarinnar aftar.
Staðsetning veðrunarstöðva er sýnd á
mynd 1 og tölusetning stöðva í töflu 1,
sem einnig sýnir niðurstöður mælinga á
fyrsta árs tæringarhraða stáls og sinks.
Veðurfar og veðurfarstæring á íslandi
I ýmsum heimildum er fjallað um veðurfarstæringu málma og í Haagenrud (1997) er
mjög góð samantekt. Staðallinn ÍSO 9223 skilgreinir helstu orsakavalda í tæringu málma
og skiptir tæringarumhverfi upp í flokka eftir veðurfari.
Allar upplýsingar um veðurfar eru fengnar frá Veðurstofu Islands, en staðsetning
veðrunarrekkanna var frá upphafi valin með það í huga að Veðurstofan væri með veður-
mælingar á svæðinu. Mælingar eru í öllum tilvikum fengnar frá sjálfvirkum
mælistöðvum og eru mæligildi fyrir lofthita, loftraka, vindhraða og stefnu skráð á ýmist
einnar eða þriggja klukkustunda fresti; í sumum tilvikum eru mæligildi á úrkomu einnig
fáanleg. Mælingar á mengun almennt, þar á meðal efnum í andrúmslofti sem geta valdið
tæringu, eru af skornum skammti hérlendis. Frá upphafi verkefnisins var ljóst að gera
þyrfti mælingar á efnum í andrúmslofti í a.m.k. einhverjum tilfellum. Slíkar mælingar eru
fremur kostnaðarsamar og til að halda kostnaði innan marka var ákveðið að bíða með
þær þar til velja mætti áhugaverða staði út frá fyrstu mæligildum á tæringarhraða.
Fyrir umræddar veðrunarstöðvar má lýsa þannig einstökum veðurþáttum sem máli
skipta.
Lofthiti: Lofthiti hérlendis er almennt fremur hár miðað við hnattstöðu og árlegur meðalofthiti á veðrunarstöðvunum
liggur á bilinu 0,6 (stöð nr. 15) til 6,4 °C (stöð nr. 12). Hitinn er afar sjaldan hærri en 20°C eða lægri en -20°C.
Loftraki: Loftslag er almennt rakt við ströndina en þurrara í djúpum fjörðum og upp til fjalla.Mánaðarmeðaltal hlutfallsraka
lofts sveiflast lítið og er við ströndina almennt á bilinu 78-83% HR.
Ritrýndar visindagreinar
2 3 1