Árbók VFÍ/TFÍ - 01.06.2002, Blaðsíða 283
heilu svæðin sem notuð eru fyrir inn- og útakstur. í
öðru lagi mætti nefna einbreiðar brýr, ógreinilegar
merkingar við brýr og of stutt vegrið við brýr.
Vegagerðin hefur undanfarið gert átak í því að
breikka einbreiðar brýr og er það vel. í þriðja lagi
mætti nefna lagfæringu á umhverfi vega og að gera
fláa meira aflíðandi. Hingað til hefur verið lítið hirt
um þessi atriði, en þau skipta þó verulegu máli. I
fjórða lagi má nefna stefnuörvar við hættulegar
beygjur. Þær mætti setja upp víðar, þétta og stækka
merki. Reyndar mætti stækka umferðarmerki víða
um land. Ökuhraði hefur aukist á vegum landsins
og um leið eykst þörf fyrir stærri merki.
Vegamót hafa mætt afgangi við hönnun vega. Er það
að mörgu leyti skiljanlegt á meðan lítil umferð var á
vegum og byggð strjál. Þegar umferð vex eykst hins
vegar mikilvægi þess að vanda hönnun vegamóta,
þar sem þau eru oft slysastaðir.
Hraðamerkingar á þjóðvegum þarf að vanda og
sérstaklega þar sem ekið er inn í þéttbýli.
Umhverfi vegar. Norðurlandsvegur við
Galtarnes, horft til suðurs.
Hlið þyrfti að setja upp við þéttbýlisstaði og staðla helstu hraðamerkingar sem þar gilda.
Þannig ætti hámarkshraði 50 km/klst að gilda innan þéttbýlis, en ekki 35 eða 45, eins og
víða er raunin. Síðan geta þéttbýlisstaðirnir merkt sérstaklega liverfi með 30 km/klst
hámarkshraða, ef vilji er til. Þá getur verið þörf á að merkja ákveðna staði í vegakerfinu
með 70 km/klst. Dæmi urn það geta verið gatnamót, brýr eða hlykkjóttir vegkaflar.
Yfirborðsmerkingar mætti laga og er það skoðun skýrsluhöfunda að banna megi
framúrakstur oftar en nú er gert. Sérstaklega getur verið vafasamt að leyfa framúrakstur
á mjög stuttum köflum. Þó verður að huga sérstaklega að framúrakstursmöguleikum,
þegar þeir gefast. Ekki verður hjá því komist að nefna hringtorg þegar fjallað er um
umferðaröryggi, en hringtorg eru öruggasta form vegamóta. Alvarleg umferðarslys
gerast almennt ekki í hringtorgum. Vinstri beygjur verða í raun að hægri beygjum og
öryggi eykst við það. Ökuhraði minnkar sömuleiðis í hringtorgum og enn eykst öryggi.
Sumir hafa séð það sem galla að hringtorg þýða í raun biðskyldu á alla arma inn í torgið,
þ.á.m. þjóðveginn. Þetta er rétt og ætti því ekki að setja upp stök hringtorg fjarri byggð
nema umferð sé mikil, t.d. á krossgötum, heldur
aðeins í tengslum við þéttbýli, t.d. á hvorn enda
þjóðvegar í gegnum þéttbýli. Það vakti athygli
greinarhöfunda að á nokkrum stöðum hafði þjóð-
vegur eitt ekki forgang. Það ætti að vera regla að
þjóðvegur eitt hefði alls staðar forgang gagnvart
annarri umferð. Þar sem umferð þvervega er lítil
mætti setja stefnugreiningu í stað hringtorga.
Stefnugreining eykur einnig umferðaröryggi og
tefur minna umferð á þjóðveginum. Semja þarf
reglur um áfangaskiptingu stefnugreiningar eftir
hlutverki vega og umferðarmagni. Ýmsar hug-
myndir litu dagsins ljós, sem þarfnast nánari
athugunar. Sem dæmi má nefna skiltun leiðbeinandi
hraða (e: Advisory Speed) á staði, þar sem heppilegt
er að draga úr hraða. Þá þyrfti að setja upp reglur
um hvort og þá hvenær rétt er að lækka hámarks-
hraða á þjóðvegi úr 90 km/klst. í 70 km/klst.
Austurlandsvegur (Almannaskarði
Stefnuörvar
Tækni- og vísindagreinar
2 7 9