Harpan - 01.12.1937, Side 6

Harpan - 01.12.1937, Side 6
H A R Heimski Hans og Herra Hans átti þrjár krónur í vasanum — þrjár skínandi fagr- ar silfurkrónur. Hann var á leið til maddömu Maríu, til að kaupa nokkur út- ungunaregg, svo að hann gæti eignazt nokkra unga. Hann var mjög hreykinn — og ánægður með sjálfan sig og lífið. Það kom ekki oft fyrir, að Hans þefði í Svasanunr þrjár krónur, sem hann átti sjálfur. Hann var fátæk- ur, tötralegur, lítill vexti og frem- ur latur, og náunganum ekki á- vaílt sem hollastur. Hann hafði unnið sér inn þessar þrjár krón- ur fyrir að grafa skurð yfir garð- inn hans Simba. — Honum fannst það raunar ósköp leiðinlegt og auðvirðilegt verk. Hann var líka himinlifandi, er því var lokið, og hafði fengið það borgað. — Nú vissi hann, hvað hann átti að gera, og var léttur í spori, þegar hann stikaði til maddömu Maríu. Hjá henni fékk hann tólf stór og fall- eg egg, vandlega umbúiií, í stórri flatri körfu. „Pú verður að fara varlega með þau“, sagði maddama María við Hans. „Þú mátt ekki vera með neitt liopp og hí á leiðinni heim“. „Ó, það er engin hætta á því. Ég hoppa hvorki né hía“, svar- aði Hans hálfmóðgaður „Hérna eru þrjár krónur. Og mundu það, 132 . P A N Snjólfur að ef eitthvert eggjanna er fúl- egg, þá verður þú að láta mig hafa annað í staðinn“. Hans lagði nú af stað heim- leiðis og fór mjög gætilega með körfuna. Á leiðinni mætti hann Snjólfi vini sínum, og sýndi hon- um eggin. „Gakktu heim með mér, Snjólf- ur“, s'agði Hans. „Ég skal þá segja þér, hvað ég ætlast fyrir", Snjólfur hafði ekkert á móti því og sneri við með Hans. Og Hans fór að rekja honum sínar áætlanir. „Pú veizt, Snjólfur“, sagði Hans, „að fólk heldur mig lat- an og einskis nýtan, og að ég muni aldrei verða ríkur. Ja, þetta fólk — það stígur ekk'i í gáfurnar! Sérðu þessi egg? Jæja, úr þeim fæ ég tólf unga. Þá ætla ég að fóðra með matarleifunum af borði mínu, svo að þeir kosta mig hreint ekki neitt. Peir munu verða feitir og fallegir — og þá — ja, hvað á ég þá að gera við þá, Snjólfur?“ Selja þá“, sagði Snjólfur. „Alveg rétt, Snjólfur“, sagði Hans. „Ég ætla að selja þá fyrir fimm lcrónur hvern, því að þeir verða svo feitir. Hvað er tólf sinn- um fimm, Snjólfur?“ „Sextíu“, sagði Snjólfur, sem kunni margföldunartöfluna miklu betur en Hans. „Sextíu krónur

x

Harpan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.