Harpan - 01.12.1937, Page 7

Harpan - 01.12.1937, Page 7
H A R — það er nú ekkert smáræði, Hans“. „Sextíu krónur!“ hrópaði Hans í hrifningu. „Jæja, þá kaupi ég þrjá pensla og heilmikið af má'ningu fyrir peningana. Síðan geng ég um og mála hlið og grindverk — og all- ir munu verða ánægðir. Þeir munu svo borga mér tíu krónur um tímann, fyrir að mála húsin sín“, sagði Hans og klappaði saman lófunum af kátínu. „Hans minn, þú ætlar að verða ríkur maður undir eins. Hvað ætl- ar þú svo að gera við alla pening- ana, sem þú færð fyrir að mála?“ spurði Snjólfur. „O, ég ætla að kaupa stórar hjólbörur“, sagði Hans, „og ég ætla að hlaða þær með kötlum, prjónum, pönnum og burstum. Ég ek þeim svo um göturnar og kalla: „Kaupið, kaupið, kaupið!“ Og þegar ég hef selt það allt, mun ég eiga poka fullan af gulli! Hvernig lízt þér á það, Snjófl- ur?“ „Ég held, að þú sért hreinasti snillingur!“ sagði Snjólfur. „Hreinasti snilíingur! En hvað- ætlar þú þá að gera?“ „Aha“, sagði Hans, og stóð kyrr, þungt hugsandi. „Ég ætla — ég ætla — að byggja mér lítið hús, Snjólfur, með fallegum garði umhverfis. Og ég ætla að hafa blá tjöld fyrir gluggunum, rautt teppi á gólfinu og heilmikið kál- meti í garðinum“. P A N Hans hélt nú aftur af stað, og hrifningin fór stöðugt stígandi. Snjólfur lyftist líka af hrifningu. t»að var svo sem ekki amalegt að eiga vin, sem var í þann veginn að verða ríkur. „Ætlar þú ekki að hafa svín, Hans?“ spurði Snjólfur. ,,Auðvitað“, svaraði Hans. „Og geitur?“ spurði Snjólfur. „Auðvitað!“ svaraði Hans drýg- indalega. „Og asna til að ríða á til kaupstaðar. Og ég ætla að hafa ýmislegt góðgæti til að borða, Snjólfur“. „Hvaða góðgæti?“ spurði Snjólfur, og vatnið kom fram í munninn á honum. „Ég ætla að hafa sírópsbúðing til morgunverðar á hverjum degi, og súkkulaðikökur með kaffinu mínu“, sagði Hans. „Og ég ætla að hafa rjómaís á hverjum sunnu- degi. Aha! Verð ég máske ekki mikill maður?“ „Má ég stundum koma og drekka með þér kaffi?“ spurði Snjólfur, með lotningu/ í málrómn- um. „Já, á verjum föstudegi“, sagði Hans mildilega. „Húrra!“ hrópaði Snjólfur og neri saman höndunum af á- nægju. „Hvað ætlar þú að gefa mér með kaffinu?“ „Þú skalt fá steikt brauð með sardínum og svkruðum ávaxta- safa“, svaraði Hans án umhugsun- ar. „Pað verður ekki amalegt.“ „Ég vil ekki sjá þetta“, sagði 133

x

Harpan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.