Harpan - 01.12.1937, Side 28

Harpan - 01.12.1937, Side 28
H A A N R Fagralivammi og gróðrarskálunum þar — með öllu blómaskrúðinu, tómötun- um, vínviðnum o. s. frv. En úr því að við erum komin í Hveragerði, lítum við inn í kvenna- skólann og röbbum við hina glaðlegu og gáfuðu forstöðukonu, Árnýju Filip- usdóttur, sem áreiðanlega tekur vel á móti okkur. Hið ytra er húsið líkt píanói, og svarar nótnaborðið til svala hússins, sem eru eftir allri lengd þess móti sól. Á pví eru líka stórir sólargluggar. Ungfrú Árný, sem sjálf teiknaði og réði byggingu hússins að öllu, hefir áreiðanlega ekki ætlað að loka sól- skinið úti. En nú förum við inn og litumst of- urlitið um. Okkur er boðið sæti, en við getum áreiðanlega ekki setið. Ekki af því, að sætin séu svo vond, heldur af þvi, að í kringum okkur er svo mikill fjöldi fagurra muna, sem við freistumst til að grannskoða. Ef til vill byrjum við á stólunum sjálfum. Þeir eru heimaunnir, með stoppuðum sætum og áklæðið ýmist ísaumað eða ofið, og bak sumra haglega útskorið. Við sjáum þar dúka af ýmsum gerðum, teppi, handmálaða postulínsvasa, út- skorna ramma, hillur, skornar og skreyttar máluðum, póleruðum, brennd- um myndum — svo kölluð „tarso“- vinnna. Við sjáum þarna leðurvinnu — veski og möppur með upphleyptum myndum. Og þarna £ru teikningar, t. d. mannamyndir o. fl. 0. fl. 1 sem fæstum orðum sagt: Við sjáum þarna handavinnu í ýmsum greinum. Og ef við eigum að treysta leikmanns- 154 P dómgreind okkar, verðum við að slá því föstu, að allt sé þetta unnið af þeirri leikni og list, að um það hafi einungis hagar hendur fjallað. Og þeg- ar við komumst að raun um, að margt af þessu eru frumsmíðar — ekki eftir fyrirmyndum — verðum við að ætla, að frjór hugur og fjörugt ímyndunarafl hafi haft hönd í bagga með kunnátt- unni. Eftir hverja eru svo þessir gripir allir? Þeir eru allir eftir forstöðu- konu skólans, ungfrú Árnýju. Já, það er von, að þið verðið hissa. En þrátt fyrir mikla hæfileika hefir hún ekki öðlast þá kunnáttu og leikni, er þessi ólíku viðfangsefni krefjast, án fyrir- hafnar. Að baki liggur margra ára náin og mikil vinna. Eftir að hafa aflað sér almennrar fræðslu hér heima, fór hún utan og var átta ár erlendis, ýmist í skólum eða hjá einkakennurum. Alla leið austur til Póllands sótti hún skóla. En fyrst, er hún kvaddi föður- hús, fór hún i vist til Ágústs Flygen- rings í Hafnarfirði, og þans heimili telur liún bezta skólann, sem hún hefir dvalið í. Okkur dettur sjálfsaigt í hug, að þar sem hún gat dvalizt árum saman við dýrt nám erlendis, hafi pyngjan verið full, peningalega. En við verðum undr- andi, er við fregnum, að hún hafi átt rúmlega fyrir fargjaldi, þegar hún fór utan og síðan unnið fyrir sér sjálf. En þetta tekst þeim einum, er vita, hvað þeir vilja og leggja sig alla fram til að gjöra óskir sínar að veru- leika. Hálfvelgja og hik dugir hvergi til dáða.

x

Harpan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harpan
https://timarit.is/publication/916

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.